Nóg um ađ vera í íţróttunum um nýliđna helgiÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 422 - Athugasemdir ( )
Það var margt um að vera íþróttalífinu um helgina og þar má m.a nefna Orkugönguna, Húsavíkurmótið í handbolta og þá léku karla- og kvennalið Völsungs í Lengjubikarnum í knattspyrnu.
Vegna aðstæðna var leiðin í Orkugöngunni stytt og gengnir voru 48,3 km.
41 þátttakendur voru skráðir til leiks en einn forfallaðist vegna veikinda. Því tóku 40 manns þátt í Orkugöngunni, 35 í karlaflokki og 5 í kvennaflokki. Úrslitin má skoða hér
Húsavíkurmótið í handbolta fór fram í Íþróttahöllinni og að þessu sinni voru eingöngu stúlknalið skráð til keppni. Úrslit mótsins má lesa hér
Bæði Völsungsliðin í knattspyrnu unnu sína leiki í Lengjubikarnum og eru komin í undanúrslit. Strákarnir sigruðu Dalvík/Reyni 2-1 í Boganum með mörkum Aðalsteins J. Friðrikssonar og Bjarka Baldvinssonar. Hér má lesa umfjöllun um leikinn.
Stelpurnar sigruðu Draupni 3-0 í Boganum og skoraði Hafrún Olgeirsdóttir tvö mörk og Helga Björk Heiðarsdóttir eitt. Bæði lið eru taplaus í sínum riðlum, stelpurnar unnu alla sína leiki en strákarnir hafa unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Þeir eiga einn leik eftir gegn Leikni F nk. laugardag.
Athugasemdir