Nausynlegur sigur Vlsungsstelpnarttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 279 - Athugasemdir ( )
Meistaraflokkur kvenna tók í gær á móti Draupni á Húsavíkurvelli og sigraði með nokkrum yfirburðum, fimm mörk gegn engu. Leikurinn var jafn í upphafi en ljóst að Völsungsstelpur voru í betri þjálfun, höfðu mun meira úthald og meiri snerpu. Fyrsta markið kom á ´19 mínútu eftir fína sókn og það var Berglind Ósk sem afgreiddi boltann í netið. Völsungsstelpur voru grimmar og vildu meira og áttu flottar sóknir upp völlinn með fínu spili. Berglind Ósk skoraði svo aftur á síðustu mínútu fyrir leikhlé eftir sendingu frá Hafrúnu inn í teig andstæðinganna.
Völsungsstelpur voru með yfirhöndina mest allan leikinn þrátt fyrir góðar sóknir Draupnisstelpna að markinu en völsungsvörnin var þétt og markvarslan örugg. Gígja Valgerður skoraði þriðja mark Völsunga á ´67 mínútu eftir hræðileg mistök í vörn Draupnis og hún var svo aftur á ferðinni þegar hún skoraði örugglega eftir stungusendingu frá Hörpu Ásgeirdóttur á ´69 mínútu. Hafrún skoraði svo lokamarkið á ´83 mínútu eftir góða sendingu frá Sigrúnu Lilju sem var ný komin inn á.
Sigurinn var öruggur og Völsungsstelpur eru á góðri siglingu en framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Val í 8-liða úrslitum um Visavikarinn næstkomandi þriðjudag. Því er ástæða til að hvetja fólk til að fjölmenna á leikinn sem hefst kl. 18. og veita stelpunum þann stuðning sem þær þurfa á að halda og eiga sannarlega skilið.
Hafrún var valin maður leiksins og fékk viðurkenningu frá Nivea á Íslandi sem er í samstarfi við 640.is um val á manni í heimaleikjum Völsungsstelpnanna í sumar.
Berglind Ósk skoraði tvö mörk gegn Draupni.
Völsungar fagna hér öðru marki Gígju Valgerðar.
Hafrún lætur vaða og boltinn lá í netinu.
Athugasemdir