Myndband: Minnum Upphitunarkvld Grna hersinsrttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 543 - Athugasemdir ( )
Það styttist óðum í herlegheitin en líkt og áður hefur komið fram þá á föstudaginn n.k. verður blásið til
fagnaðar og langar okkur að bjóða þér á upphitunarkvöld fyrir sumarið eða einhverskonar myndbandsveislu þar sem við munum kynna starfsemi
sumarsins.
Spiluð verða myndbrot þar sem gefin er góð innsýn inn í starfsemi meistaraflokkana, leikmannakynning mfl kk og kvk, rætt við leikmenn og
þjálfara, fyrrum leikmenn Völsungs svara spurningum og nýjir leikmenn liðanna í nærmynd þar sem þeir eru kynntir til leiks. Hér fyrir
neðan má sjá stutt brot af því sem koma skal en okkur þætti gaman ef þú skildir heiðra okkur með nærveru þinni þessa
kvöldstund. Ert þú Völsungur ?
Hægt er að fylgjast með Græna hernum á facebook með því að smella hér: Græni herinn
Moby Dick, Fosshótel
Föstudaginn 11.maí
Kl. 20:30
Tengdar greinar:
Sameining Völsungssíðunnar & 640.is
Athugasemdir