Myndband: Haddi heimsótti framtíđarleikmenn Völsungs

Völsungurinn og landsliđsmarkamaskínan Hallgrímur Jónasson sem ađ leikur međ SřnderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni heimsótti framtíđarleikmenn Völsungs í

Myndband: Haddi heimsótti framtíđarleikmenn Völsungs
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 524 - Athugasemdir ()

Haddi spjallar viđ ungstirnin
Haddi spjallar viđ ungstirnin

Völsungurinn og landsliðsmarkamaskínan Hallgrímur Jónasson sem að leikur með SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni heimsótti framtíðarleikmenn Völsungs í dag og í gær en Haddi ræddi bæði við drengi og stúlkur í fimmta og sjötta flokki félagsins sem að æfa af fullum krafti og áhuga undir stjórn Unnars Þórs Garðarssonar.

Einnig leit hann inn á æfingu hjá 3.flokki kvenna og stilltu stúlkurnar sér honum við hlið fyrir myndatöku með sitt breiðasta bros.

Hallgrímur átti í skemmtilegum samræðum við börnin og svaraði spurningum þeirra af auðmýkt en Haddi segir margar spurningarnar hafa verið skondnar og skemmtilegar.

„Það var mjög gaman að fá að hitta krakkana og spjalla aðeins við þau. Sumar spurningarnar voru fyndnar og ég held að flestum hafi fundist þetta skemmtilegt. Það var spurt hvort að maður ætti ekki kærustu og hver væri besti vinur í útlöndum og svona, einnig einhver mörk sem að þau höfðu séð en það var gaman að svara þessu öllu saman," sagði Hallgrímur eftir heimsóknirnar en hvernig líst honum á yngri flokka starfið hjá félaginu?

„Ég þekki þjálfaranna og tek eftir fjöldanum sem er að æfa. Það er bara frábært að sjá hvað stór hluti krakka á Húsavík er að æfa fótbolta, bæði stelpur og strákar. Ég held að það sé haldið mun betur utan um hlutina núna en t.d. þegar að ég var ungur en auðvitað má alltaf gera betur og aðstaðan mun batna til muna þegar að gervigrasvöllurinn verður kominn."

„Svo vona ég innilega að Völsungur setji stefnu fyrir yngri flokkana, hvað á að kenna í hvaða flokki og hvað er mikilvægast að gera. Bæði til þess að börnin hafi gaman og búi að allt sitt líf og líka fyrir þá sem að vilja ná langt í fótbolta," sagði Haddi að lokum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá heimsókninni og myndir.


haddi1

haddi2

haddi3

haddi4

haddi5

haddi6

haddi7

haddi8

haddi9

haddi10

haddi11


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ