Mótaröđ Norđurlands í golfiÍţróttir - Hjálmar Bogi Hafliđason - Lestrar 204 - Athugasemdir ( )
Það viðraði vel í golunni á Katlavelli í dag en þar fór fram mótaröð Norðurlands, annað mót. Tuttugu og sex kylfingar tóku þátt í mótinu víða að á Norðurlandi. Spilaðir voru tveir hringir þar sem Katlavöllur er 9 holur. Kylfingar með lægri en 8 í forgjöf keppa á mótinu.
Heiðar Davíð Bragason úr Golklúbbi Reykjavíkur sigraði mótið á 73 höggum en par vallarins er 70 sé miðað við 18 holur. Fyrri hringinn spilaði hann á 37 og seinni á 36. Arnar Vilberg Ingólfsson er efnilegur kylfingur en hann lenti í 5. sæti sem er besti árangur kylfinga í Golfklúbbi Húsavíkur. Hann spilaði á 79 höggum samtals, fyrri hring á 42 höggum en seinni á 37 höggum og því í mun meiri framför en sigurveigari mótsins.
Golfáhugafólk sat á pallinum við Golfskálann og horfði yfir völlinn. Upphaf á þriðju braut og lokin á 9 braut voru sérstaklega tekin út og klappað fyrir góðum árangri.
Golfáhugamenn taka út púttið á 9. braut
Katlavöllur er fallegur golfvöllur
Séð niður á grín á 3. braut
Athugasemdir