Milan Pesic í VölsungÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 630 - Athugasemdir ( )
Slóvenski framherjinn Milan Pesic er genginn til liðs við Völsung en hann kemur frá austurríska liðinu SV Rosegg.
Pesic sem er fæddur 1980 er mikill markaskorari og hefur verið iðinn við kolann með liði sínu í Austurríki þar sem hann hefur spilað
síðustu árin.
Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs, var að vonum ánægður með að fá þennan liðsstyrk fyrir seinni hlutann.
„Ég er mjög ánægður að fá Milan Pesic í hópinn, hann mun styrkja okkur og dreifa álaginu því það eru
margir leikir og stíft program. Þetta er alvöru framherji og mjög sterkur þannig að þetta er jákvætt fyrir okkur."
„Við misstum Tine Zornik sem meiddist í upphafi móts og Milan er ætlað að fylla hans skarð. Við hlökkum til að fá hann
hingað á Húsavík," sagði Dragan um félagsskiptin en Milan Pesic mun spila sinn fyrsta leik 28.júlí þegar Völsungur fær Hamar
í heimsókn á bæjarhátíð Húsvíkinga Mærudögum.
Við bjóðum Milan Pesic hjartanlega velkominn í fjölskylduna!
Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs.
Athugasemdir