Meistaraflokkar Vlsungs sigurfr!

Meistaraflokkar Vlsungs lgu land undir ft snemma morgunsri og hldu austur til Reyarfjarar ar sem eir spiluu Fjarabyggarhllinni.

Meistaraflokkar Vlsungs sigurfr!
rttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 653 - Athugasemdir ()

Vlsungssigrar  Fjarabygg!
Vlsungssigrar Fjarabygg!

Meistaraflokkar Völsungs lögðu land undir fót snemma í morgunsárið og héldu austur til Reyðarfjarðar þar sem þeir spiluðu í Fjarðabyggðarhöllinni.

Meistaraflokkur kvenna spilaði á undan og vann Fjarðabyggð/Leikni 2-0 í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum þetta árið. Ruth Ragnarsdóttir og Helga Björk Heiðarsdóttir skoruðu mörk Völsungs í sitt hvorum hálfleiknum. Völsungsstúlkurnar voru töluvert betri í leiknum og leit sigurinn aldrei út fyrir að vera í hættu.

Meistaraflokkur karla spilaði svo við Leikni Fáskrúðsfirði og sigraði 4-2. Hafþór Mar Aðalgeirsson og Arnþór Hermannsson komu Völsungum í 2-0 áður en að Leiknismenn minnkuðu muninn. Sindri Ingólfsson og Aðalsteinn Jóhann Friðriksson bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Völsungur er því með 6 stig að fjórum leikjum loknum í Lengjubikarnum.

Næstu leikir liðanna eru um næstu helgi en þá mæta strákarnir Magna og stúlkurnar Hetti. Báðir leikirnir eru á sunnudeginum í Boganum, strákarnir byrja kl.15.00 og stelpurnar kl.17.00

Frekari umfjöllun um leikina mun birtast þegar heimildamaður skilar sér í hús.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr