Marko og Tine: Mjög ánćgđir međ fyrstu mörkinÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 558 - Athugasemdir ( )
„Það var virkilega ánægjulegt að sjá boltann í netinu og gott að vera kominn með fyrsta markið. Ég fékk góða
sendingu inn fyrir frá Arnþóri og það var ekki erfitt að klára þetta færi," sagði Tine Zornik eftir sigurinn gegn Hamar í
gær en hann er búinn að brjóta ísinn og hans fyrsta mark fyrir Völsung orðið að veruleika.
Tine fær
sendigu frá Arnþóri......
skýtur á markið........
og...........
fyrsta mark hans fyrir félagið orðið að
veruleika
„Þetta var erfiður leikur og sérstaklega eftir að þeir skora strax í upphafi síðari hálfleiks en sem betur fer skoraði Marko aftur og
við kláruðum leikinn," sagði Tine ánægður með stigin.
„Við beyttum skyndisóknum og Arnþór var með góðar hornspyrnur sem skiluðu okkur tveimur mörkum. Allt liðið spilaði vel í
dag og í raun góður dagur hjá öllum," bætti Tine við. Næsti leikur liðsins fer fram um næstu helgi á Húsavíkurvelli
en þá fá strákarnir Gróttu í heimsókn.
„Vissulega erum við með sex stig og fullt hús stiga en það þýðir í raun ekkert. Við verðum að halda áfram að vinna og
einbeita okkur að næsta verkefni. Ég vona að ég haldi áfram að reima á mig markaskóna," sagði Tine brosandi að lokum.
Marko Blagojevic, maður leiksins, var að vonum ánægður með sín fyrstu mörk fyrir félagið og að hafa tryggt liðinu mikilvægan sigur
í Hveragerði í gær.
„Mörkin skipta mig miklu máli og ekki síður mikilvæg fyrir liðið. Ég er mjög ánægður og þessi mörk munu
hjálpa mér inn í næstu leiki," sagði markaskorarinn Marko yfirvegaður og sáttur í leikslok.
Marko
skallar að marki Hamars.......
og skorar sitt annað mark fyrir
Völsung
„Þetta var góður leikur hjá okkur. Við sýndum að við erum betra lið og hirtum öll stigin sanngjarnt," sagði Marko sem
átti frábæran leik í gær.
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Heilladísirnar svifu loks um Grýluvöll
Bergur Jónmunds: Beint í millifóta konfektið á honum
Athugasemdir