Marko Blagojevic og Halldór Fannar mćttir á víkina

Meistaraflokkur karla ćfđi á Flatarholti í dag en liđiđ er ađ undirbúa sig fyrir fyrsta leik sumarsins og mćta strákarnir Dalvík/Reyni í Bikarkeppni KSÍ

Marko Blagojevic og Halldór Fannar mćttir á víkina
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 612 - Athugasemdir ()

Marko Blagojevic
Marko Blagojevic

Meistaraflokkur karla æfði á Flatarholti í dag en liðið er að undirbúa sig fyrir fyrsta leik sumarsins og mæta strákarnir Dalvík/Reyni í Bikarkeppni KSÍ um næstu helgi. Það voru ný andlit á æfingunni í dag en serbinn Marko Blagojevic er mættur á víkina og þessi sterki varnarmaður mun spila stórt hlutverk í sumar.

Einnig mætti okkar ástkæri Halldór Fannar Júlíusson alla leið frá baunalandi og fögnum við því en hann hefur stundað nám út í Danmörku undanfarið, Halldór er þó að glíma við meiðsli þessa dagana en vonandi að hann verði klár sem allra fyrst. Í síðustu viku kom svo líka nýr leikmaður til liðs við strákana en það er slóvenski framherjinn Tine Zornik sem virðist strax vera kominn vel inn í hópinn og verður gaman að sjá til hans á komandi tímabili.

Við bjóðum þá alla hjartanlega velkomna til Húsavíkur og vonum að þeir muni sýna sitt besta í sumar. Hér er að neðan má sjá myndir frá æfingunni.

marko-tine1

Marko Blagojevic og Tine Zornik.

dori-hrannar

Halldór Fannar í léttu skokki ásamt Hrannari fyrirliða.

fholt

fholt2

marko-tine2

dorifann

flat3


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ