Mara Marta sigrai stltkeppni Grana

Hestamannaflagi Grani st fyrir keppni stlti Kaldbakstjrnum um helgina. Keppnin fr fram fnasta veri vi gar astur.

Mara Marta sigrai stltkeppni Grana
Almennt - Hafr Hreiarsson - Lestrar 590 - Athugasemdir ()

Mara Marta  Vkingi fr lfsstum.
Mara Marta Vkingi fr lfsstum.

Hestamannafélagið Grani stóð fyrir keppni í Ístölti á Kaldbakstjörnum um helgina. Keppnin fór fram í fínasta veðri við góðar aðstæður. Í flokki fullorðinnar hafði María Marta Bjarkadóttir sigur á Víkingi frá Úlfsstöðum.

 

María Marta var síðar um daginn kjörin Hestaíþróttamaður Húsavíkur undir 17 ára aldri fyrir árið 2009 og greinilega efnilegur hestamaður þarna á ferðinni.

 

 

 

 

Annars fóru leikar þannig:

 

Fullorðinsflokkur:

1. María Marta Bjarkadóttir og Víkingur frá Úlfsstöðum.

2. Jóhannes Jónsson og Össur frá Heiðarbót.

3. Gísli Haraldsson og Berglind frá Húsavík.

4. Bjarni Páll Vilhjálmsson og Mína frá Garðsá.

5. Einar Víðir Einarsson og Prýði frá Litlu-Brekku.

 

Barnaflokkur:

1. Thelma Dögg Tómasdóttir og Dimma frá Hrepphólum.

2. Dagný Anna Ragnarsdóttir og Rák frá Útey II.

Verðlaunaafhendingin í fullorðinsflokknum. Ljósm. Laufey Marta Einarsdóttir.

Verlaunahafar í barnaflokknum. Ljósmynd Karin Gerharlt en hún tók einnig myndirna af Maríu Mörtu á Víkingi.

 

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr