Mćrumót Grćna hersins: Myndband og myndir frá veislunniÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 799 - Athugasemdir ( )
Mærumót Græna hersins fór fram þann 26.júlí og hér fyrir neðan má sjá myndband og myndir frá
veislunni. Það voru stórbrotnar listir sem að litu dagsins ljós og margar hetjurnar sem að mættu til leiks.
Gamlir gullrefir grófu fram skónna og hömruðu hver á öðrum með bros á vör. Það ríkti mikil leikgleði á
sparkvöllunum fyrir utan Borgarhólsskóla og voru liðin litrík og sérstök hver á sinn hátt.
Sveitin City sigraði Júdasana í úrslitaleiknum en spennan var mikil og tryggðu þeir sveitungar sér titilinn með gullmarki í framlengdum
leik.
Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og sömuleiðis þeim sem að litu við og hvöttu sína menn til
dáða. Sérstakar þakkir fá leikmenn meistaraflokks Völsungs fyrir dómgæsluna, Alli Jói og Hrannar Björn fyrir að gera þetta
að veruleika með okkur og styrktaraðilar Salka og Heimabakarí. Takk takk!
Frá okkar hlið séð var þetta stórkostleg skemmtun og vonandi eitthvað sem að er komið til að vera. Þúsund þakkir!
Sveitin City - 1.sæti
Júdasarnir - 2.sæti
FC Jovic
Einherji
FC Þór Saari
Jónmundur frændi
Made in sveitin
Menn með hreðjar
Rauða eldingin
Timburmenn
Vinir Ingólfs Freys
Hlussmundur
Athugasemdir