Lokahóf Völsungs fór fram í gćr - Dejan Pesic & Harpa valin best

Lokahóf meistaraflokka Völsungs fór fram í gćrkvöld en fögnuđurinn var mikill og stemningin frábćr. Leikmenn völdu besta og efnilegasta leikmann sumarsins

Lokahóf Völsungs fór fram í gćr - Dejan Pesic & Harpa valin best
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 1717 - Athugasemdir ()

Lokahóf meistaraflokka Völsungs fór fram í gærkvöld en fögnuðurinn var mikill og stemningin frábær. Leikmenn völdu besta og efnilegasta leikmann sumarsins en Dejan Pesic og Harpa Ásgeirsdóttir voru valin best og Ásgeir Sigurgeirsson og Jana Björg Róbertsdóttir efnilegust sumarið 2012.

harpjana

besti-efnilegasti

Heimabakarí gaf verðlaun fyrir besta, efnilegasta og mikilvægasta leikmanninn en þeir bræður Hrannar Björn Steingrímsson og Sveinbjörn Már Steingrímsson afhendu verðlaunin fyrir hönd besta bakarí heimsins. Marko Blagojevic var kosinn besti leikmaður sumarsins, Ásgeir Sigurgeirsson efnilegasti og Dejan Pesic mikilvægasti leikmaðurinn.

heimabakari

Undanfarin ár hefur 640.is/Nivea stúlka ársins verið valin og einnig hlaut Harpa Ásgeirsdóttir þau verðlaun svo hún fór heim af lokahófinu með fullt fang af verðlaunagripum.

nivea

Þjálfarar liðanna Jóhann Rúnar Pálsson og Dragan Stojanovic völdu sömuleiðis leikmenn ársins og urðu fyrirliðarnir báðir Harpa Ásgeirsdóttir og Hrannar Björn Steingrímsson fyrir valinu en Hrannar var heiðraður fyrir frábært tímabil þar sem hann var svo sannarlega vel að því komin og hefur sýnt það og sannað að hann er alvöru leiðtogi og fyrirmynd.

bestur

Græni Herinn óskar öllum leikmönnum innilega til hamingju!


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ