Löggan sigrađi Húsavíkurmótiđ í Boccia.

Húsavíkurmótiđ í Boccia var haldiđ í Íţróttahöllinni sl. laugardag og mćttu 24 liđ til leiks.  Ţađ er er nokkru minni ţátttaka en síđustu ár, en ţeir sem

Löggan sigrađi Húsavíkurmótiđ í Boccia.
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 336 - Athugasemdir ()

Billi sigurvegari er gríđarlega einbeittur á ţessari mynd
Billi sigurvegari er gríđarlega einbeittur á ţessari mynd

Húsavíkurmótið í Boccia var haldið í Íþróttahöllinni sl. laugardag og mættu 24 lið til leiks.  Það er er nokkru minni þátttaka en síðustu ár, en þeir sem mættu skemmtu sér vel og var keppni gríðarlega spennandi og mikil tilþrif hjá keppendum ekki síst í úrslitum.

 

  Fyrst var keppt í 6 riðlum, síðan milliriðlum og að síðustu spilað til vinnings um 1-6 sæti.

Hið frækna lið lögreglunnar, með Brynjúlf og Skarphéðinn, hafði titil að verja frá síðasta ári, og þeim tókst að halda MSKÞ-bikarnum eftir hörku baráttu í úrslitaleik við sigursælt lið frá Tóninum ehf.  sem í voru Vilberg Lindi og Sveinn Freysson.

Annars voru úrslit eftirfarandi:

1.sæti   Lögreglan          A-sveit,   Billi/Deddi

2.sæti  Tónninn ehf        B-sveit,    Lindi/Sveinn Freys

3.sæti   Norðurþing         A-sveit,    Kristbjörn/Bergur

4.sæti   Norðlenska       D-sveit,    Tomasz/Marek

5.sæti   Öræfabræður   sveit úr Bárðardal, Ásgrímur/Magnús

6.sæti   Rein ehf            B-sveit,     Lovísa/Sólveig

  Þá má geta þess að þó þetta heiti Húsavíkurmót, þá var yfir þessu móti alþjóðlegur blær og í 5 af 8 sveitum frá Norðlenska ehf voru erlendir leikmenn sem sýndu mikla færni í Boccia, og  náði D-sveitin inn í úrslit. Þegar sveitin stillti upp í úrslitum voru þeir félagar klæddir í landsliðbúning Póllands. 

   Mótið tókst í alla staði vel, var góð skemmtun og um leið fjáröflun fyrir Bocciadeild Völsungs.  Að venju var það félagar úr Kiwanisklúbbnum Skjálfanda sem aðstoðuðu Bocciadeildina við mótið, sáu um allan undirbúning og dómgæslu. Boccideildi vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem studdu við mótið ekki síst frábærum keppendum og eftirtöldum fyrirtækjum sem gáfu öll verðlaun á mótinu, Sparisjóður S-þing, Landsbankinn, Glitnir, Olís, Lyfja og Verslunin Esar.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ