Liđsauki til Völsunga fyrir lokabaráttuna

Fotbolti.net segir frá ţví í morgun ađ Fjölnir hafi lánađ tvíburabrćđurna Geir og Kolbein Kristinssyni til Völsungs út ţessa leiktíđ. Geir hafđi leikiđ

Liđsauki til Völsunga fyrir lokabaráttuna
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 503 - Athugasemdir ()

Fotbolti.net segir frá því í morgun að Fjölnir hafi lánað tvíburabræðurna Geir og Kolbein Kristinssyni til Völsungs út þessa leiktíð. Geir hafði leikið tíu leiki með Fjölni í 1. deildinni í sumar auk tveggja bikarleikja en hann á að baki 24 leiki með liðinu.Kolbeinn hafði ekkert leikið með Fjölni í sumar en hafði verið hjá Birninum, sem er varalið Fjölnis í 3. deildinni, í sumar og leikið þar 12 leiki og skorað 2 mörk. Hann á að baki sex leiki með meistaraflokki Fjölnis.Báðir hafa þeir Geir og Kolbeinn leikið sem miðverðir eða miðjumenn með liðum Fjölnis Ásmundur Arnarsson þjálfar liðið.

Þá skipti aðstoðarþjálfari Völsungs, Guðni Rúnar Helgason, úr Stjörnunni yfir í Völsung í gær. Hann sagði í viðtali við fotbolta.net að hann ætti ekki von á því að spila mikið en ætlaði sér að loka hringnum.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ