Leikjafyrirkomulag sumarsins klártÍţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 480 - Athugasemdir ( )
Í dag voru birt drög að leikjafyrirkomulagi 2.deildar í knattspyrnu þetta sumarið. Völsungar eru þar skráðir og verður meira um
ferðalög heldur en í fyrra því tvö norðanlið fóru upp og sunnanlið féllu úr 1.deild.
Völsungar hefja leik á nágrannaslag en liðið mætir KF sem er sameinað lið Siglu- og Ólafsfjarðar á Húsavíkurvelli
föstudaginn 11.maí. Við töpuðum báðum leikjunum fyrir þeim síðasta sumar og eigum því harma að hefna.
Aðrir leikir sem vert er að nefna er heimaleikur gegn Hamar laugardaginn 28.júlí en að öllum líkindum er það Mærudagahelgin. Tímabilinu
verður svo slúttað á Húsavíkurvelli laugardaginn 22.september en þá kemur lið Njarðvíkur í heimsókn.
Liðið mun mest spila á föstudögum og laugardögum þetta sumarið en 13 laugardagsleikir eru skráðir nú þegar og þrír
föstudagsleikir. Liðið mun spila tvo þriðjudagsleiki og einn leik á þeim vikudögum sem ekki hafa verið nefndir. Spennandi og gefandi
tölfræði.
Þeir sem vilja kynna sér leikjalistann geta farið beint inn á hann hér;
http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=26466&Rodun=U
Athugasemdir