Langrur sigur hfn.rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 468 - Athugasemdir ( )
Í dag unnu Völsungsstelpurnar glæsilegan og langþráðan sigur í 1. deildinni þegar þær lögðu ÍBV að velli. Jóhann Kr. Gunnarsson þjálfari lisðins sagði það hafa verið ólýsanlega gaman að taka þessi þrjú stig á heimavelli fyrir framan fulla brekku á Mærudögum og setti punktinn yfir I-ið eftir frábæran karaktersigur strákanna í gærkvöldi.
Þegar 640.is ræddi við Jóa Kr. í leikslok sagði hann tilfinninguna eftir vera þannig að erfitt værir fyrir hann að meta leikinn í heild sinni. “Við spiluðum Gígju þrátt fyrir erfið meiðsli og hún barðist um í 50 mín. og reyndi sitt besta áður en hún hreinlega varð að fara af velli. Gulla Sigga kemur náttúrulega gríðarlega öflug inná fyrir hana og hreinlega setur hann í einni af sínum fyrstu snertingum. Tók „Hrannarinn“ á þetta og skilaði svipaðri innkomu og litli bakaradrengurinn kvöldið áður. Harpa Ásgeirsdóttir fyrirliði skoraði fyrra mark Völsungs á 27. mínútu leiksins en Hlíf Hauksdóttir jafnaði fyrir eyjastúlkur á þeirri 39.
Mikill baráttusigur á sterkasta liði riðilsins sem er að mínu mati langlíklegast að fara uppúr deildinni þetta árið. Hópurinn okkar á meira hrós skilið eftir þennan sigur en ég hef nokkru sinni gefið frá mér á ævinni. Eva Ben var kosinn maður leiksins og átti það skilið. Það þýðir þó ekki að hinar í liðinu hafi staðið henni langt að baki því í þetta sinn vann liðið sigurinn saman og gríðarlega gaman að sjá stemmninguna hjá þeim og ákveðnina í að klára leikinn.” Sagði þjálfarinn í leikslok og bætti við að nú séu þrjú stig í húsi af þeim tólf sem í boði eru í þessum fjórum heimaleikjum sem við áttum eftir í riðlinum í sumar.
Stelpurnar þakka hér áhorfendum stuðninginn í dag en Jói þjálfari vildi koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem komu á völlinn í gær og dag og studdu Völsunga til dáða.
Athugasemdir