Kornskurđi lokiđ á Mánárbakka

Einn nyrsti kornakur landsins er á Mánárbakka og síđasta sunnudag hófst ţar kornskurđur. Ađ sögn Bjarna bónda Ađalgeirssonar gekk skurđurinn vel en honum

Kornskurđi lokiđ á Mánárbakka
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 579 - Athugasemdir ()

Bjarni bóndi ánćgđur međ korniđ.
Bjarni bóndi ánćgđur međ korniđ.

Einn nyrsti kornakur landsins er á Mánárbakka og síðasta sunnudag hófst þar kornskurður. Að sögn Bjarna bónda Aðalgeirssonar gekk skurðurinn vel en honum lauk í nótt sem leið.

 

“Uppskeran af þeim sex hekturum sem skornir voru er um þrjátíu og fimm tonn af blautu korni sem ég áætla að sé um sautján tonn af þurrkuðu korni” segir Bjarni í samtali við 640.is. Hann varð fyrir talsverðu tjóni í gærmorgun þegar átta til níu tonn af blautu korni, auk hálmsins sem búið var að slá,fauk af akrinum og út í veður og vind.

“ Það gerði hér versta sunnan rok síðan 1972” sagði Bjarni og bætti því við að vindstyrkurinn í mestu hviðunum á Mánárbakka hafi verið 40 metrar á sekúndu.

Það eru nokkur ár síðan Bjarni hóf að rækta korn og hefur það gengið ágætlega og segist hann ekki vera fá síðri uppskeru en aðrir kornbændur í héraðinu. Hann er sá eini sem stundar kornrækt á Tjörnesi en austur í Kelduhverfi segir hann fjóra bændur vera saman með kornrækt. “Ég fór nú aðallega í þetta af því að mér var sagt að þetta væri ekki hægt hérna út við sjóinn” sagði Bjari en kornakur hans er á sjávarbakkkanum við Mánárbakka.

Kornskurður á Mánárbakka.

Kornuppskera við Dumbshaf.

Meðfylgjandi myndir tók heimasætan á Márnárbakka, Sunna Mjöll Bjarnadóttir. Fleiri myndir er hægt að skoða á heimasíðu hennar.

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ