Kjúllarnir okkar: Jana & ÁsgeirÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 414 - Athugasemdir ( )
Ásgeir Sigurgeirsson (15 ára) og Jana Björg Róbertsdóttir (14 ára) eru bæði leikmenn í meistaraflokkum Völsungs. Þessir ungu og efnilegu leikmenn hafa sýnt það og sannað í upphafi íslandsmótsins að þau eru framtíðarleikmenn félagsins og ekki farið framhjá neinum að þarna eru mikil efni á ferð. Hér fyrir neðan má sjá svör þeirra við nokkrum spurningum sem við laumuðum til þeirra. Fylgist með þessum!
Hvernig hafa mótttökunar verið í meistaraflokk ?
Ásgeir: Þær hafa verið
mjög góðar, maður fellur vel inní þennan hóp og allir strákarnir hin mestu ljúfmenni.
Jana: Bara mjög góðar.
Hver er munurinn á því að spila með meistaraflokki og yngri flokkum ?
Ásgeir:
Það er miklu meiri hraði í mfl og maður fær lítinn tíma á boltanum, það er mesti munurinn.
Jana: Mér dettur fyrst í hug að í meistaraflokki fáum við stuttbuxur og sokka fyrir leik! En reyndar finnur maður líka hvað allir
í bænum vita miklu meira um leikinn sem maður var að spila.
Markmið sumarsins ?
Ásgeir: Fara upp um deild með Völsungi og komast á
norðurlandamót með U-17 landsliðinu
Jana: Toppurinn í báðum flokkum.
Besti samherjinn ?
Ásgeir: Það er mjög gott að hafa Arnþór Hermannsson að mata mann og
svo er Dejan Pesic að koma sterkur inn.
Jana: Spila með mörgum góðum samherjum en þær sem standa kannski hæst upp úr
eru Harpa Ásgeirs og Inda.
Eftirminnilegasti leikur fyrir Völsung ?
Ásgeir: Ætli það sé ekki
Völsungur-KF í boganum um daginn.
Jana: Úrslitaleikurinn á móti Þór í Valitor bikarnum í fyrra. Töpuðum 3-2 í framlengingu eftir harða
baráttu.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með ?
Ásgeir: Held ég myndi ekki spila fyrir
KF þótt lífið mitt væri undir.
Jana: Þór.
Uppáhalds knattspyrnumaður ?
Ásgeir: Messi.
Jana: Róbert Ragnar, S.Gerrard og L. Messi
Hvort var Sigurgeir eða Róbert Ragnar betri ?
Ásgeir: Róbert Ragnar. Ég
sá pabba aldrei spila.
Jana: Pabbi að sjálfsögðu!
Hvar verður þú eftir 10 ár ?
Ásgeir: Ekki hugmynd.
Jana: Vonandi spilandi með Völsungi, í úrvalsdeild.
Eitthvað að lokum ?
Ásgeir: Bjarki Þór farðu í klippingu.
Jana: Áfram Völsungur!
Úr Völsungsleikskrá 2tbl.
Athugasemdir