Kinnarfjllin eftirstt til sklifurs.

Kinnarfjllin hafa srkennilegt adrttarafl og seint reytast hsvkingar a horfa til eirra yfir flann. Sama gildir um feramenn sem hinga koma, og

Kinnarfjllin eftirstt til sklifurs.
Almennt - Hafr Hreiarsson - Lestrar 644 - Athugasemdir ()

sklifur  Kldukinn. Ljsmynd Spreki
sklifur Kldukinn. Ljsmynd Spreki

Kinnarfjöllin hafa sérkennilegt aðdráttarafl og seint þreytast húsvíkingar á að horfa til þeirra yfir flóann. Sama gildir um ferðamenn sem hingað koma, og nú eru þau komin vel á blað sem eftirsóttur staður til ísklifurs eftir því sem fram kemur á vef Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

 

Í næstsíðasta hefti klifurtímaritsins Gripped fjallar forsíðugreinin um ísklifur á Íslandi og er forsíðumyndin úr Köldukinn. Greinina skrifa Audrey Gariépy, ein fremsta ísklifurkona heims og klifurgarpinum Albert Leichtfried. Audrey fer fögrum orðum um aðstæður í Köldukinn. Henni fannst hún vera að dreyma þegar hún fyrst sá ísvegginn í fjörunni og svaf varla fyrir spenningi. Eftir á sagði hún það hafa verið töfrum líkast að klífa þarna við upp sólarupprás með ferskt sjávarloft í vitum og bjargfuglana allt í kring.  Albert Leichtfried hafði svipaða sögu að segja.

 Í nýjasta tölublaði klifurtímaritsins Alpinist er einnig ítarleg myndskreytt grein eftir Ines Papert, heimsmeistara kvenna í ísklifri, en hún var með í sömu ferð. Í greininni, sem hún titlar Draumfossa, segir að Ines Papert sig alltaf hafa dreymt um hið fullkomna ísklifur. Hún hélt þó að hún myndi þurfa að búa það til sjálf, þar til hún kom til Íslands með Audrey Gariépy.

Hér er krækja á vefútgáfu tímaritsins: www.alpinist.com/doc/ALP22
Hér er frásögnin á heimasíðu Ines Papert: www.ines-papert.de/en.stories.island

 

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr