Jóney Ósk: Skaut og skaut en ţađ vildi ekkert innÍţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 447 - Athugasemdir ( )
,,Leikurinn var alveg ágætur. Við vorum að spila ágætlega á köflum. Ég er sátt með sigurinn en ég veit að við
getum betur og við áttum að geta unnið þennan leik mun stærra. Nýting okkar á færum var mjög léleg og við hefðum átt
að vinna leikinn enn stærra," sagði Jóney Ósk Sigurjónsdóttir eftir fyrsta heimaleik Völsungskvenna, sem vannst 3-0.
,,Þær voru ekki að spila vel og við lendum stundum í því að falla niður á sama plan og andstæðingurinn í stað
þess að halda yfirburðum. Við eigum oft betri leiki á móti betri andstæðingum en lendum svo stundum í því gegn lakari
andstæðingum að spila sjálfar ekki nógu vel og gerum kannski bara nóg til þess að vinna"
,,Ég var bara eins og einhver hálfviti og skaut og skaut en það vildi ekkert inn. Ég skaut örugglega hátt í hundrað sinnum á
markið. Það hefði verið mjög fallegt að sjá boltann enda inni í staðinn fyrir að lenda í stönginni í fyrri hálfleik,
kannski jafnvel fallegra að sjá aukaspyrnuna enda inni en hún var fulllaus" sagði Jóney Ósk um sína eigin færanýtingu en hún var
oft að fá boltann í góðu færi við teiginn.
,,Það er mjög gott að vinna sigur í fyrsta heimaleik og það var fín mæting í brekkuna. Það er alltaf gott að heyra í
fólkinu í brekkunni og vonandi heldur fólk áfram að vera duglegt að mæta!" sagði Jóney að lokum við fréttaritara. Við
óskum Jóney og liðsfélögum hennar til hamingju með sigurinn.
Athugasemdir