Jói Páls: Varnarlega langt frá ţví ađ vera á pariÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 456 - Athugasemdir ( )
„Ég er aðallega svekktur bara, varnarlega séð voru stelpurnar ekki að gera það sem þær hafa verið að
gera undanfarið en öfugt frá því sem áður hefur verið að þá tókst okkur að skora fjögur mörk í leiknum og
það svona hefur verið okkar akkelisarhæll þó svo að við höfum skorað þrjú í síðasta leik en varnarlega langt
frá því að vera á pari," sagði Jóhann Rúnar Pálsson, þjálfari kvennaliðs Völsungs, eftir fjörugan markaleik
í Grindavík um helgina en leiknum lauk með, 5-4, sigri heimastúlkna.
„Við gáfum afskaplega ódýr mörk í leiknum. Tvö síðustu mörkin voru ansi döpur að fá á sig og komu í
raun upp úr engu. Stelpurnar áttu fína spretti í síðari hálfleik og voru að spila vel á milli sín. Oft á tíðum betri
aðilinn þó svo að tölurnar segi annað þá voru þær síst lakari út á vellinum, við hefðum átt að vinna
þennan leik 6-7 eða ná allavega einum punkti," bætti Jóhann við súr á svip.
„Það sem að Grindavíkurliðið gerði var það að þær nátturulega bara tækluðu allt sem hægt var að
tækla út um allan völl og mínar stelpur voru bara ekkert tilbúnar í það í fyrri hálfleiknum. Þær voru bara grófar og
komust upp með peysutog og sólatæklingar aftur og aftur. Heimastúlkur lágu meira á jörðinni en þær stóðu í lappirnar
því þær voru tæklandi um allan völl. Það svona fór aðeins í pirrurnar á mínu liði í staðinn fyrir að
mæta þeim af hörku og sýna sömu takta," sagði Jói en hvað fannst honum um dómgæsluna þar sem ekki eitt einasta spjald fór
á loft í átt að heimaliðinu þrátt fyrir ljótar tæklingar Grindvíkinga og sem dæmi var Berglind Jóna flutt frá
Grindavíkurvelli eftir hálftíma leik með sjúkrabíl?
„Ég get alveg sagt það að ég hef séð betri dómgæslu en ég hef líka séð slakari dómgæslu. Við
áttum hinsvegar að fá víti, það er alveg klárt mál og það hefði getað breytt leiknum mikið í stöðunni 1-0.
Leikmaður Grindavíkur tók boltann bara í fangið á sér, stoppaði hann og ætlaði að bera hann eitthvað með sér en
dómarinn mat það ekki svo ekkert var dæmt. Það sem að mér þótti samt verst var að hann tók aldrei á þessum
sólatæklingum," sagði Jóhann Rúnar en hvað fannst honum um ferðalagið langa?
„Þetta hjálpar okkur ekki að ferðast í allan þennan tíma og fara svo beint út á völl en hvort að það hafi einhver
úrslitaáhrif, kannski. Allavega byrjuðu mínar ekki fyrr en í seinni hálfleik þó svo að þær hafi náð að skora
tvö mörk í fyrri hálfleik þá voru þær langt frá því að sýna það sem þær geta svona
baráttulega séð. Hvort að það er ferðalaginu um að kenna eða ekki veit maður ekki en það er alveg klárt að það
hjálpaði ekki og ég hefði viljað gistingu daginn fyrir leik," segir Jóhann.
Næsti leikur kvennaliðsins er um næstu helgi á heimavelli en þá fá stelpurnar Keflavík í heimsókn.
„Leikurinn leggst bara vel í okkur og það er alltaf gaman að spila á Húsavík. Það fer enginn þaðan glaður nema bara
úr súpunni kannski eins og nafni(Jóhann Kr. Gunnarsson) orðaði svo vel um daginn. Við stefnum auðvitað alltaf á sigur, það er enginn
spurning," sagði Jói.
Jóhann Rúnar Pálsson, þjálfari Völsungs.
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Lélegur varnarleikur varð stúlkunum að falli
Harpa: Hann þorði bara ekki að dæma neitt
Athugasemdir