Jói Páls: Sýndu ákveđinn karakter sem ađ vantađi í síđasta leikÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 478 - Athugasemdir ( )
„Ég er aðallega svekktur yfir því að tapa þessum leik svona stórt, fannst það ósanngjarnt. Við hefðum átt að
geta sett eitt til tvö mörk í viðbót við markið hennar Jóneyar og við vorum síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik en svo
fáum við á okkur skyndisóknir sem að við ráðum ekki við. Það var það sem skilur liðin að," sagði Jóhann
Rúnar Pálsson, þjálfari kvennaliðs Völsungs, svekktur eftir 1-5 tap gegn toppliði Fram í gær.
„Það var barátta í liðinu, leikmenn hlupu mikið og sýndu svona ákveðinn karakter sem að vantaði í síðasta leik
þó svo að þær hafi misst svona aðeins hausinn í kannski fimm mínútur í dag," bætti Jói við en á ekkert
lið séns í taplausar Framstúlkur ?
„Jújú þetta er ekkert endilega besta liðið sem við höfum mætt í sumar. Þær skoruðu fimm mörk en voru ekkert meira
með boltann en okkar stelpur. Þær nýttu sín færi og skoruðu svo tvö mörk eftir horn sem að áttu aldrei að fara inn," sagði
Jói en Berglind Kristjánsdóttir klæddist græna búningnum á nýjan leik í gær og var þjálfarinn mjög
ánægður með tilkomu hennar.
„Flott mál, gríðarlega flott og hún skapar ákveðna grimmd framar á vellinum. Hún er mögnuð og nú þarf bara að
koma henni í form. Ég vona að hún verði meira með okkur í sumar en hún er nátturulega í erfiðri vinnu og á erfitt með
að taka sér frí. Hún hefur verið að æfa vel núna undanfarið með okkur og eins og ég segi þá gefur hún liðinu
töluverða vídd og það er vonandi að hún verði meira með," sagði Jói að lokum en næsti leikur liðsins er um næstu helgi
gegn Álftanesi á útivelli.
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Stelpurnar náðu ekki að stoppa sigurgöngu Fram
Athugasemdir