Jói Páls: Munum rífa okkur uppÍţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 522 - Athugasemdir ( )
,,Ég hef lítið annað um leikinn að segja en að okkar stelpur komust aldrei í gang. Það var bara þannig. Okkur vantaði meiri grimmd, þetta græna geð ef þannig má segja,” voru fyrstu orð Jóhanns Rúnars Pálssonar, þjálfara meistaraflokks kvenna eftir leikinn gegn Fram.
,,Okkur vantar svolítið ennþá upp á en við eigum leik á miðvikudaginn og peppum okkur upp fyrir hann,”
,,Við erum öll hálfdöpur núna eftir leik en við tökum góðar æfingar í vikunni og munum rífa okkur upp og mæta af krafti í bikarleikinn gegn Hetti. Ég er alveg handviss um það,” sagði Jói að skilnaði en eins og hann kemur inn á eiga stelpurnar bikarleik gegn Hetti á miðvikudagskvöld. Þær munu mæta Hattarstelpum á Fellavelli kl.20.00 á miðvikudag og hvetjum við alla Völsunga á austurlandi til þess að mæta í brekkuna og styðja okkar stúlkur.
Athugasemdir