Jói Páls: Eins og ađ vatnsblađra hefđi sprungiđ

„Viđ áttum flottan fyrri hálfleik en eftir seinni hálfleikinn ţá er óhćtt ađ segja ađ ţetta hafi veriđ sanngjörn úrslit. Ţćr skora ţarna strax í síđari

Jói Páls: Eins og ađ vatnsblađra hefđi sprungiđ
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 476 - Athugasemdir ()

Jóhann Rúnar
Jóhann Rúnar

„Við áttum flottan fyrri hálfleik en eftir seinni hálfleikinn þá er óhætt að segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Þær skora þarna strax í síðari hálfleik og þá var bara eins og að botninn dytti bara úr og á móti kom meiri ró yfir heimaliðið. Þær eru með hörkulið og má svona segja að þær og Fram séu með sterkustu liðin í riðlinum," sagði Jóhann Rúnar Pálsson, þjálfari kvennaliðs Völsungs, eftir að hans stúlkur töpuðu, 5-1, í Kópavoginum fyrir HK/Víking fyrr í dag.

„En okkar stelpur voru á pari við þær allan fyrri hálfleikinn. Það var fín stemning í hálfleiknum eftir að hafa komast yfir og varið víti og svona en svo kemur mark þarna nánast upp úr engu í seinni hálfleik og þá var bara eins og að vatnsblaðra hefði sprungið og opnuðust bara allar flóðgáttir," segir Jói en hvað þarf að laga fyrir næsta leik?

„Ég held að aðalmálið sé að láta þær bara slást svolítið núna. Það voru póstar í liðinu sem að eru vanir að láta finna vel fyrir sér og slást en það vantaði algjörlega og þær voru langt frá mönnunum og stuttar einfaldar sendingar sem að voru að klikka," sagði Jói súr á svip en hvað tekur þjálfarinn jákvætt frá leiknum?

„Það er alltaf gaman að sjá fjórtán ára leikmann koma inn og standa sig vel, það er bara stálin stinn og það er nátturulega bara mjög jákvætt," sagði Jói um Jönu Björg Róbertsdóttir sem hefur staðið sig vel með liðinu í sumar.

„En það jákvæða er að við skoruðum þarna snemma og spiluðum ágætan fyrri hálfleik en ég vil nú meina að það hafi ekki verið þrekið sem að var aðal munurinn á liðunum þótt það hafi kannski litið þannig út en þær lenntu á móti hröðum stelpum þarna á köntunum og létu plata sig svolítið. Veðrið var gott að það var jákvætt," bætti Jói við að lokum og mátti sjá örlítið bros skríða framan úr honum en pirringur og svekkelsi þjálfarans var þó augljóst eftir leikinn.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ