Jafntefli í bragđdaufum leik.

Á Húsavíkurvelli mćttust sl. föstudagskvöld í bragđdaufum leik, Völsungur og Tindastóll. Margir voru í brekkunni en Mćrudagar stóđu ţá yfir á Húsavík og

Jafntefli í bragđdaufum leik.
Íţróttir - - Lestrar 154 - Athugasemdir ()

Á Húsavíkurvelli mættust sl. föstudagskvöld í bragðdaufum leik, Völsungur og Tindastóll. Margir voru í brekkunni en Mærudagar stóðu þá yfir á Húsavík og leikurinn smellpassaði í dagskránna þar.

Gestirnir mættu grimmir til leiks og pressuðu heimamenn hátt uppi til að byrja með. Mætti segja að Húsvíkingar hafi verið í of miklu hátíðarskapi og byrjað leikinn á hælunum. Þeir hristu þó af sér slyðruorðið og Bjarki Baldvinsson var í tvígang nærri því að skora með mínútu millibili. Fyrst átti hann skot frá vítateig rétt fram hjá markinu og eftir fallegt samspil við Hallgrím Steingrímsson átti hann gott skot sem Gísli Eyland Sveinsson varði vel í horn.

Mikil barátta einkenndi leikinn og ekki gáfust allt of mörg góð færi þó hálffærin hafi verið mörg. Rétt fyrir hálfleikinn áttu gestirnir svo þrumuskot í þverslánna.

Heimamenn mættu svo grimmari til leiks í síðari hálfleik og ætluðu sér að skora. Friðrik Mar Kristjánsson átti hörkuskot í stöngina og þaðan fór boltinn út. Þar tók Elfar Árni Aðalsteinsson við boltanum og skaut að marki en varnarmaður Tindastóls fékk boltann í útrétta höndina. Glæsileg markvarsla a'la Henchoz en ekkert dæmt og öskureiðir Völsungar fengu á sig hættulega skyndisókn.

Á 78.mínútu var Friðrik Mar að sleppa í gegn þegar Stefán Arnar Ómarsson , varnarmaður Tindastóls, tók hann niður og fékk sitt seinna gula spjald og þar með það rauða.

Eftir það sóttu Völsungar meira og meira og Aron Bjarki Jósepsson átti skalla eftir hornspyrnu sem var hreinsaður frá af marklínu. Varnarlína Tindastóls hélt þó og minnstu munaði að þeir stælu sigrinum í restina þegar að gott skot frá framherja þeirra var vel varið út af Birni Hákoni.

0-0 voru þó lokaúrslit í frekar bragðdaufum leik.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ