Jafntefli gegn Draupni

Li Vlsungs 1. deild kvenna lk gegn Draupni Hsavkurvelli grkveldi og hfst leikurinn fjrlega. Helga Bjrk Heiarsdttir skorai fyrsta mark

Jafntefli gegn Draupni
rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 379 - Athugasemdir ()

Alli Ji afhenti Helgu verlaunin  gr.
Alli Ji afhenti Helgu verlaunin gr.

Lið Völsungs í 1. deild kvenna lék gegn Draupni á Húsavíkurvelli í gærkveldi og hófst leikurinn fjörlega. Helga Björk Heiðarsdóttir skoraði fyrsta mark heimamanna strax á 5. mínútu leiksins og lofaði byrjunin góðu. Draupnisstúlkur náðu að jafna leikinn með marki Katrínar Vilhjálmsdóttir eftir tæplega stundarfjórðungsleik. Helga Björk skoraði aftur rétt fyrir leikhlé og staðan því 2-1 í hálfleik.

 

Ekki gekk hjá Völsungum að koma knettinum í mark Draupnisstúlkna í síðari hálfleik en gestirnir náðu að setja eitt. Jafntefli því staðreynd.

 

Helga Björk var kosin maður leiksins hjá Völsungum og fékk að launum gjafapakkningu frá NIVEA á Íslandi sem stendur að valinu ásamt 640.is. 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr