Jafntefli á HúsavíkurvelliÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 361 - Athugasemdir ( )
Völsungsstelpur léku mikilvægan leik gegn kollegum sínum í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar á Húsavíkurvelli í dag. Liðin eru að berjast um 3ja sætið í B-riðli fyrstu deildar en fyrir leikinn í dag voru Völsungar með tveggja stiga forskot. FH hafði þó leikið einum leik færra en þær eiga að keppa við Draupni á Akureyri á morgun.
Það var því mikil barátta í leiknum í dag og áttu heimastúlkur mun meira í fyrri hálfleiknum. Þegar líða tók á hálfleikinn komust þær yfir með marki Hafrúnar Olgeisrdóttur en áður hafði mark verið dæmt af FH vegna rangstöðu.
Eitthvað voru Völsungsstelpurnar tregar í gang í upphafi seinni hálfleiks en komust betur inn í leikinn þegar líða tók á hann. Baráttan hélst áfram út leikinn en gestirnir skoruðu síðan jöfnunarmarkið í blálokin. Þær fengu aukaspyrnu út við hornfánann og allt liðið mætti inn í teig og það skilaði þeim einu stigi í sarpinn.
Elva Héðinsdóttir meiddist undir lok leiksins og var flutt til skoðunar á HÞ þar sem kom í ljós að hún er illa tognuð ásamt því að liðbönd eru slitin. Hún er því úr leik það sem eftir lifir sumars og er skarð fyrir skildi í liði Völsungs því Elva hefur verið að standa sig með miklum ágætum.
Harpa Ásgeirsdóttir í baráttunni við leikmenn FH.
Hafrún fagnar marki sínu gegn FH.
Dagný í baráttu inn í teig FH-inga.
Athugasemdir