Íslandsmeistarar Vals slógu Völsung út í Visabikar kvenna í hörkuleik

Í blíđskapar veđri á Húsavíkurvelli mćttust meistaraflokkur kvenna og Íslandsmeistarar Vals í 8 – liđa úrslitum Visabikarsins. Fyrir leik buđu

Íslandsmeistarar Vals slógu Völsung út í Visabikar kvenna í hörkuleik
Íţróttir - Hjálmar Bogi Hafliđason - Lestrar 332 - Athugasemdir ()

Annađ Guđrún Sveinsdóttir.
Annađ Guđrún Sveinsdóttir.

Í blíðskapar veðri á Húsavíkurvelli mættust meistaraflokkur kvenna og Íslandsmeistarar Vals í 8 – liða úrslitum Visabikarsins. Fyrir leik buðu Heimabakarí og Norðlenska upp á grillaðar pylsur og vakti það lukku gesta en um 500 manns voru á vellinum saman komnir til að styðja sínar stelpur og var mikil stemning í brekkunni.

 

Leikurinn fór rólega af stað og einkenndist af mikill baráttu og augljóst að heimastúlkur ætluðu að selja sig dýrt þennan daginn. Íslandsmeistararnir áttu í miklum erfiðleikum með að finna leið í gegnum vörn Völsungs. Valsstúlkur áttu skot í tréverkið og sköpuðu sér nokkur ágætis marktækifæri sem þær náðu ekki að gera sér mat úr og Anna Guðrún Sveinsdóttir varði oft á tíðum frábærlega. Það var áberandi undir lok fyrri hálfleiks að pirringur var komin í íslandsmeistarana og augljóslega hlutirnir ekki að ganga upp einsog lagt var upp með fyrir leikinn gegn baráttuglöðum heimastúlkum.  Það var ekki fyrr en á 38' mínútu sem Valsstúlkur skoruðu fyrsta markið og var þar að verki Dagný Brynjarsdóttir. Hálfleikstölur 0-1 og gátu Völsungsstelpur vel við unað.

 

Seinni hálfleikur fór rólega af stað en áfram einkenndist leikurinn af mikilli baráttu. Eftir rúmlega klukkutíma leik skoruðu Valsstúlkur annað markið og var þar aftur að verki Dagný Brynjarsdóttir sem lagði boltann í netið eftir frábæran undirbúning Dóru Maríu Lárusdóttir. Fimm mínútum síðar bættu Valsstúlkur við þriðja markinu og kom það eftir aukaspyrnu sem Kristín Ýr Bjarnadóttir skallaði í netið.

 

Á 80' mínútu fengu Valur vítaspyrnu og steig Katrín Jónssóttir fyrirliði Vals og íslenska landsliðsins á punktinn. Anna Guðrún gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna glæsilega og óhætt að segja að það hafi gefið heimamönnum aukinn kraft til að klára leikinn á fullu og missa ekki trúna. Þremur mínútum seinna er Völsungur sótti að marki Vals fór boltinn í hendi varnarmanns Val innan vítateigs og óhætt að segja að allt hafi brjálast í stúkunni en ágætur dómari leiksins Jóhannes Valgeirsson var ekki á sama máli og lét leikinn halda áfram.

 

Það var svo á 87' mínútu sem Valur gerði út um leikinn og skoraði Kristín Ýr Bjarnadóttir sitt annað mark og fjórða mark Vals enn og aftur eftir undirbúning Dóru Maríu Lárusdóttir.

 

Undir lok leiksins áttu Völsungsstúlkur frábæra sókn. Hafrún Olgeirsdóttir átti þá sendingu frá vinstri kanti inn í vítateig Vals þar sem Berglind Ósk Kristjánsdóttir stóð alein og óvölduð en misreiknað skot hennar fór fram hjá fjærstönginni og þar við sat. Bikarævintýrið á enda en óhætt að segja að heimastúlkur voru sér og félagi sínu til sóma og gátu vel labbað stoltar af velli eftir 0-4 tap gegn besta liði landsins.

 

Anna Guðrún Sveinsdóttir átti frábæran dag í marki Völsungs og var verðskuldað valin maður leiksins(nivea-stúlka). Allar stelpurnar eiga hrós skilið og geta vel lært af þessum leik og tekið þetta inn í reynslubankann því það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst að spila gegn þeim bestu. Stemningin í brekkunni, baráttan á vellinum og Völsungsandinn sem flæddi um Húsavíkurvöll þetta sumarkvöld er eitthvað sem mætti sjá miklu oftar og vonandi að sem flestir sjái sér fært um að halda áfram að styðja við sitt heimalið og mæta á völlinn því það getur skipt gríðarlega máli þegar uppi er staðið. Áfram Völsungur.

Elva Héðinsdóttir í baráttu við Valsmann í kvöld.

Inda reynir hér að stöðva leikmann Vals.

Leikmaður nr. 18 hjá Val tók innköstin með sirkusblæ. 

Það var vel mætt á völlinn í blíðunni enda tilefni til.

Meðfylgjandi myndir tók Hafþór Hreiðarsson.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ