Íslandsmeistarar fengu afhentan bikar á laugardaginnÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 461 - Athugasemdir ( )
Sjö manna lið Völsungs í 3. flokki karla varð Íslandsmeistari í sínum flokki og fékk verðlaun sín afhent á Húsavíkurvelli um helgina. Einungis einn riðill var í þessari keppni og var hann skipaður liðum af Norðurlandi. Það var Bergur Elías Ágústsson sem afhenti strákunum verðlaunin í hálfleik í leik Völsungs og BÍ/Bolungarvíkur og tók Jón Ásþór Sigurðsson fyrirliði við bikarnum.
Bergur Elías afhenti strákunum verðaunin og naut við það aðstoðar Sveins Aðalsteinssonar framkvæmdarstjóra Völsungs.
Íslandsmeistarar Völsungs í sjö manna liðum 3. flokks. Þjálfarar eru Unnar Þór Garðarsson og Aðalsteinn Jóhann Friðriksson.
Þess má geta að sumir leikmenn þessa liðs hafa einnig leikið með ellefumanna liði 3. flokks.
Athugasemdir