Húsvíkingar gerđu jafntefli í Mosfellsbć.Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 202 - Athugasemdir ( )
Húsvíkingar öttu kappi við Aftureldingu á Varmárvelli í dag og lauk leiknum með jafntefli 2-2. Húsvíkingar er skrifað, já því allir leikmenn Völsungs sem tóku þátt í leiknum eru húsvíkingar. Ekki nóg með það því þeir leikmenn sem sátu á bekknum og ekki komu inn á í leiknum eru einnig húsvíkingar. Ekki er sagan þó öll sögð því þjálfarinn, aðstoðarþjálfarinn og liðstjórarnir eru einnig húsvíkingar. Sem sagt hver og einn einasti Völsungur sem var á leikskýrslu er húsvíkingur.
Annars segir http://www.fotbolti.net/ svona frá leiknum:
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ heilsaði upp á leikmenn fyrir leikinn á
gervigrasinu í Mosfellbæ í dag.
Hann og aðrir áhorfendur leiksins þurftu ekki að bíða ýkja lengi eftir fyrsta markinu en það kom eftir um það bil tíu
mínútur. Eftir ágæta sókn átti Rannver Sigurjónsson fyrirgjöf á Paul Clapson sem skoraði af stuttu færi. Sextánda mark
Clapson í annarri deildinni í sumar en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar.
Um miðjan hálfleikinn sló Rannver Sigurjónsson til Friðriks Mar Kristjánssonar og Hans Scheving dómari sýndi honum rauða spjaldið.
Mosfellingar því orðnir tíu inni á vellinum.
Leikmenn Völsungs komust betur inn í leikinn eftir þetta og náðu að jafna þegar að nokkrar mínútur voru til leikhlés. Hans
dómari taldi þá Sævar Frey Alexandersson hafa haldið í Bjarka Baldvinsson í teignum og dæmdi vítaspyrnu við litla hrifningu
heimamanna.
Aron Bjarki Jósepsson steig á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan í leikhléi 1-1.
Strax í upphafi síðari hálfleiks fékk Völsungur fínt færi en Kjartan Páll Þórarinsson í marki Aftureldingar varði vel.
Kjartan þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum í síðari hálfleik, meðal annars þegar varamaðurinn Stefán
Björn Aðalasteinsson átti hörkuskot.
Paul Clapson fékk mjög gott færi til að skora um miðjan hálfleikinn en hann slapp þá aleinn í gegn. Björn Hákon Sveinsson í
marki Völsungs gerði vel og hirti boltann af tánum á Clapson þegar sá enski reyndi að leika á hann.
Afturelding komst hins vegar yfir þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Varamaðurinn Evan Schwartz fékk þá langa sendingu á
fjærstöng og náði að skora með skoti sem fór í gegnum klofið á Birni Hákoni.
Gestirnir sóttu nokkuð stíft í lokin og uppskáru jöfnunarmark í viðbótartíma. Leikmenn Aftureldingar misstu boltann og leikmenn
Völsungs nýttu sér það með því að splundra vörn heimamanna með fallegu spili.
Það endaði á því að Elfar Árni Aðalsteinsson var kominn einn gegn Kjartani og honum brást ekki bogalistin og skoraði. Lokatölurnar
í Mosfellsbæ 2-2.
Afturelding er sem fyrr í öðru sæti eftir þetta jafntefli, fjórum stigum á undan Víði Garði. Völsungur er hins vegar í
tíunda sætinu með fjórtán stig.
Aron Bjarki skorar hér í dag. Ljósm. http://www.fotbolti.net/
Athugasemdir