HSŢ fréttir

Í lok síđasta árs var stofnađ eitt frjálsíţróttaráđ innan Frjálsíţróttadeildar HSŢ og viđ sameiningu HSŢ og UNŢ nćr starfssvćđi deildarinnar frá

HSŢ fréttir
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 242 - Athugasemdir ()

Frá unglingalansdmótinu 2008 í Ţorlákshöfn.
Frá unglingalansdmótinu 2008 í Ţorlákshöfn.

Í lok síðasta árs var stofnað eitt frjálsíþróttaráð innan Frjálsíþróttadeildar HSÞ og við sameiningu HSÞ og UNÞ nær starfssvæði deildarinnar frá Bakkafirði til Grenivíkur. Fyrsta mótið var haldið 15. nóvember sl. ogtókst það með ágætum. 36 keppendur frá aðildarfélögum HSÞ tóku þátt  og stóðu þau sig með sóma. Einnig komu 47 keppendur frá UFA, UMSE, UMSS og USAH. Við þökkum þeim fyrir komuna. 

 

Stærstu kostnaðarliðir frjálsíþróttaráðs eru þjálfaralaun, keppnisgjöld og svo ferðakostnaður. En þess má geta að flest mót sem keppendur HSÞ taka þátt í eru haldin utan héraðs, flest í Reykjavík. Með æfingagjöldum er hægt að borga þjálfaralaun og hluta af keppnisgjöldum. Ferðakostnaður lendir mikið á keppendum sjálfum.

 

Á nýju ári gaf því Frjálsíþróttadeild HSÞ út dagatal fyrir árið 2009 en útgáfa þess er ein stærsta fjáröflun deildarinnar. Viljum við þakka þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur með auglýsingum á dagatalinu kærlega fyrir stuðninginn.  Dagatalinu verður dreift á flest heimimli á starfsvæðinu og er það von okkar að sem flestir sjái sér fært að greiða gíróseðilinn á árinu.  Styðja þannig við það öfluga starf sem Frjálsíþróttadeild HSÞ stendur fyrir í héraðinu.  Lengi lifi frjálsaríþróttir!!

 

Frjálsíþróttaráð HSÞ

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ