Hrannar: Ég ætla ekki að vera kokkýÍþróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 829 - Athugasemdir ( )
„Það er yndislegt að vera einir á toppnum, þannig á þetta að vera," sagði Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson,
fyrirliði Völsungs, eftir 2-0 sigur gegn KV í toppslag deildarinnar sem fram fór í dag.
„Ég man þegar að ég spurði dómarann hvort að tíminn væri réttur á vallarklukkunni því mér fannst
eitthvað lítið búið af leiknum. Hann sagði þá að það væru komnar 77 mínútur og ég hugsaði að við
þyrftum að fara að loka þessu. Næst þegar ég leit svo á klukkunna þá stóð 82 mínútur, hálfri
mínútu síðar var Haffi búinn að koma honum í netið. Við lokuðum svo leiknum með öðru markinu undir lokin, frábær
skalli hjá Haffa og bara snilld," bætti fyrirliðinn við.
„Heilt yfir er ég mjög ánægður með liðið og leikinn hjá okkur. Við töluðum um í vikunni að það væri
búið að vera ákveðin deyfð yfir liðinu fyrir leiki og vorum staðráðnir í að breyta því og rífa upp stemninguna. Fyrir
leikinn sem og á æfingum í vikunni sást að við ætluðum okkur allir að breyta til og mæta tilbúnir til leiks, við gerðum
það svo sannarlega í dag," sagði Hrannar Björn sáttur.
„Við vorum taplausir í níu leiki áður en við mættum á Dalvík og það var alveg vitað mál að við myndum ekki
vinna alla leikina. En það er dagurinn í dag sem skiptir máli, við unnum í dag sennilega annað besta liðið í deildinni og það er
það sem skiptir máli. Við sýndum það að við eigum skilið að vera á toppnum og ætlum að vera þar til enda
leiktíðar, það er ekki spurning."
Fyrirliðinn er fullviss um að liðið gefi allt í síðustu skrefin í átt að titlinum.
„Þetta verður erfiður lokasprettur og við endum heima á móti Njarðvík í síðustu umferðinni. Við eigum fjóra leiki
eftir og förum um næstu helgi á Hvolsvelli þar sem mótherjinn verður KFR. Við mætum klárir þangað líkt og í alla aðra
leiki sem eftir eru, engin spurning. Við erum í þessari stöðu núna og ef einhverjir fara að slaka á núna þá er eitthvað að.
Ég veit að allir sem einn munu gefa allt sem þeir eiga í þessa leiki sem eftir eru," segir Hrannar en á eitthvað lið séns í
kóngana þegar liðið spilar sinn bolta?
„Ég ætla ekki að vera kokký en ef við spilum okkar leik þá á ekkert lið séns í okkur, ég veit allt um það
og við vitum það allir," sagði fyrirliðinn í leikslok.
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Kóngarnir komnir
heim
Dragan: Kláruðum þetta sannfærandi
Hafþór Mar: Við erum bestir
Athugasemdir