Hrannar Bjrn: Viurkenni a alveg a g fkk sm gsahrttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 558 - Athugasemdir ( )
„Tilfinningin var bara snilld, ég viðurkenni það alveg að ég fékk smá gæsahúð. Ég gerði nú svo sem ekki
mikið en samt fínt að finna tilfinninguna og fá fiðringinn að vera mættur á grasið aftur eftir leiðinlega langa fjarveru. Á morgun eru
akkurat tíu vikur síðan ég meiddist svo þetta var bara snilld," sagði fyrirliðinn Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson, eftir sigurinn á
Aftureldingu í dag en strákarnir kláruðu Mosfellinga, 4-2, á Húsavíkurvelli í blíðskapar veðri.
„Ég er mjög ánægður með leikinn, fyrst og fremst skiptir máli að ná þremur stigum þó svo að þetta hafi
kannski ekki verið fallegasti fótboltinn þá eru bara þrjú stig sem skipta máli og mér er drullu sama hvernig við spilum svo lengi sem við
löndum þeim," sagði Hrannar Björn Bergmann sem var augljóslega himinlifandi yfir því vera kominn aftur á völlinn með liðinu. En kemur
þessu velgengni í upphafi móts fyrirliðanum á óvart?
„Nei við ætlum okkur auðvitað að fara í alla leiki til þess að vinna þá og á meðan við erum taplausir og vinnum okkar
leiki þá auðvitað erum við á toppnum. Þetta kemur okkur kannski ekkert á óvart en við erum ekkert vanir svona byrjun svo þetta er
öðruvísi en virkilega skemmtilegt," sagði Hrannar sem er spenntur fyrir næsta leik gegn Reyni Sandgerði á útivelli.
„Næsti leikur leggst mjög vel í okkur en Reynir Sandgerði eru með hörkulið held ég en eins og í alla aðra leiki þá
förum við í þá til þess að vinna þá. Þetta er erfiður útivöllur en höfum alveg unnið þarna áður og
við erum að fara gera það um næstu helgi, það er klárt mál," sagði fyrirliðinn að lokum einbeittur á svip.
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Kóngarnir taplausir á toppi deildarinnar
Halldór Fannar: Stemningin er góð
Ásgeir: Það er gaman að vinna
Athugasemdir