Hrannar Björn: Ţađ eru ljósir og dökkir punktar í ţessuÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 499 - Athugasemdir ( )
„Ég veit ekki hvað er hægt að segja eftir fyrsta tapleikinn. Við áttum flottan fyrri hálfleik og það gekk í raun allt upp sem
við lögðum upp með en eins og í seinni hálfleik þá erum við á móti vindinum og vorum alltof mikið að kýla boltanum upp
í vindinn og svo er þetta skíta mark sem við fáum á okkur beint úr horni," sagði Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson, fyrirliði
Völsungs, eftir ósigurinn gegn Reyni Sandgerði í gær en leiknum lauk með, 2-1, sigri heimamanna.
„Við eigum að vinna þetta lið, það er á hreinu. En í seinni hálfleik þá voru bara einfaldar stuttar sendingar að klikka
hjá okkur og ég bara skil það ekki. Ég skil ekki af hverju leikmenn urðu stressaðir því þeir voru aldrei að fara skapa sér neitt
á móti okkur eins og við spiluðum fyrri hálfleikinn. Ég veit ekki hvað kom fyrir menn í seinni hálfleik," sagði Hrannar en hann var
sammála þjálfara sínum með það að ferðalagið hafi verið í lengri kantinum en strákarnir ferðuðust í 9 tíma
rútuferð til Sandgerðis.
„Ég er sammála því að ferðalagið hafi setið í mönnum. Við erum að vakna fimm á morgnanna til þess að leggja
af stað suður og keyra í 8-9 tíma til þess að spila heilan fótboltaleik. Ég veit nú ekki hvort þú megir hafa þetta eftir
mér en ef við ætlum að gera þetta í allt sumar þá verður mun erfiðara að vera í þessari toppbaráttu sem við
ætlum okkur að sjálfsögðu að vera í. Ég fann það vel sjálfur eftir ferðalagið að þegar maður kom inn á
völlinn þá var líkaminn stífur og maður þarf að reyna mikið til þess að ná rútunni úr sér. En ég
ætla ekki að fara kenna einhverju ferðalagi um þetta tap, mér finnst það bara asnalegt."
„Mér fannst góð stemning í hópnum fyrir leik og enda sást það hvernig við komum inn í leikinn en eins og ég sagði
áðan þá veit ekki hvað kom fyrir menn í síðari hálfleik, þetta er bara óskiljanlegt," sagði Hrannar svekktur en hvað
taka menn jákvætt úr leiknum?
„Góð byrjun og það er nýbreytni frá síðustu leikjum, varnarleikurinn var líka þéttur í fyrri hálfleik og
ég var ánægður með það. Svo auðvitað fyrir mig persónulega er mjög jákvætt að ég spilaði loksins 90
mínútur og finn reyndar vel fyrir því núna en það er bara fínt. Það þýðir að maður er að djöflast og
reyna að gera það sem maður getur."
„Við vissum alveg að við værum ekki að fara vinna alla leiki í sumar en auðvitað förum við inn í alla leiki til þess að vinna
þá. Það eru ljósir og dökkir punktar í þessu og þetta bara einn dökkur en það er leikur á föstudaginn gegn
Dalvík/Reyni á heimavelli og við erum að fara vinna þann leik. Það er alveg klárt mál, dugar ekkert annað," sagði Hrannar Björn
að lokum.
Hrannar
Björn Bergmann Steingrímsson
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Fyrsta tapið í deildinni staðreynd
Dragan: Mjög slæmt að vera í rútunni í 8-9 klukkutíma fyrir leik
Athugasemdir