Hrannar Bjrn me innkomu sumarsins

Betra er seint en aldrei segir einhversstaar og a vi um umfjllun 640.is um leik Vslungs gegn Dalvk/Reyni 3. deildinni sem fram fr

Hrannar Bjrn me innkomu sumarsins
rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 399 - Athugasemdir ()

Hrannar Bjrn skorai tv.
Hrannar Bjrn skorai tv.

Betra er seint en aldrei segir einhversstaðar og á það við um umfjöllun 640.is um leik Vöslungs gegn Dalvík/Reyni í 3. deildinni sem fram fór á Húsavíkurvelli sl. föstudagskvöld. Völsungar náðu fram sigri á dramatískan hátt í lokin en leikurinn þótti ekki séstaklega mikið fyrir augað. Hrannar Björn Steingrímsson átti innákomu sumarsins hjá Völsungum en hann skoraði jöfnunarmark heima-manna sem og sigurmarkið í blálokin.

 

640.is tók sér það bessaleyfi að virta frétt af vefsíðunni www.123.is/volsungur um leikinn en hana skrifaði Ingvar Björn Guðlaugsson.

Undirritaður mætti því miður ekki fyrr en í stöðunni 1-1 þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn. Um leið og ég mætti fékk ég að heyra að Rafnar hefði jafnað fyrir okkur leikinn eftir fallegt samspil við Bjarka, boltinn barst til stebba hægra megin við markið sem lagði hann út á Rafnar og hann kláraði auðveldlega í markið. Leikurinn einkenndist af vondu fyrsta tötsi og miklu hnoði uppúr því. Barátta Völsunga var þó til fyrirmyndar og á köflum voru menn að reyna efnilegt spil. 

Á 53.mínútu komumst við í 2-1 þegar að aukaspyrna var tekin við miðjuna inn á teig, á hausinn á Gunna Sigga sem skallaði boltann í fjærhornið. Gestirnir urðu brjálaðir og var það víst yfir því að dómarinn hefði ekki gefið þeim merki um að taka mætti spyrnuna. Þeir bitu þó frá sér og voru ívið framar á vellinum en við. Um 10 mínútum síðar jöfnuðu þeir svo. Sending utan af vinstri kanti kom á fjær þar sem Davíð var með tvo menn og skoraði annar þeirra með góðum skalla út við nærstöngina. Ég hefði þó viljað sjá Sveinbjörn taka boltann en það kemur bara næst. 2-2 staðan.

Hrannar Björn kom inná fyrir Boban og átti það svo sannarlega eftir að reynast okkur drjúgt. En þó áður en svo varð skoruðu gestirnir og komust í 2-3 á 77.mínútu. Fengu þeir þá næstóréttlátustu aukaspyrnu sem dæmd hefur verið á Húsavíkurvelli (Sú óréttlátasta var aukaspyrnan sem Kristján Gunnar fékk á sig á 92.mínútu gegn Hamar í fyrra) þegar að Kristján Gunnar renndi sér og sparkaði boltanum fallega frá miðjumanni Dalvíkinga sem hrundi svo niður fljótlega uppúr því. Glórulaust! Staðsetningin á veggnum virkaði frá mér séð algjörlega í ruglinu og virkilega aumt að þetta mark hafi orðið en menn bitu þó laglega frá sér. 

Á 83.mínútu kom hár bolti inn í teig gestanna og eftir smá klafs fékk Hrannar boltann vinstra megin í teignum og tók hann á lofti með vinstri í fjærhorni og fagnaði gífurlega með fallegu þrístökki upp í faðm þeirra Bárðdælsku frænda, Einars og Bergs.

Þegar leikurinn virtist svo vera að síðasta flauti kominn fengum við aukaspyrnu við miðlínu. Hár bolti inn á teig og enginn annar en Hrannar Björn skaut honum í hornið eftir klafs í teignum. Klárlega innkoma ársinshingað til í. Meðan fólkið í brekkunni beið á nálum eftir lokaflautinu fékk Stefán Björn dauðadauðadauðafæri eftir að Hrannar renndi boltanum á hann hægra megin í teignum en hann feilaði illilega á boltann og setti hann framhjá.

Lokatölur 4-3 fyrir okkur og geysilega mikilvægur sigur að baki. Ef mér skjöplast ekki höfum við 8 stiga forskot á Einherja í D-riðli en þar trónum við taplausir í efsta sæti.

Þrátt fyrir dramatískar lokamínútur var leikurinn ekki mikið fyrir augað framan af. Ekki virðist það vera að ganga nógu vel hjá okkar mönnum að koma boltanum í stutt, fárra snertinga spil sem þessir strákar svo vel geta. Oft erum við að detta niður á of lágt tempó og þótt völlurinn hafi vissulega verið blautur í kvöld þá er tötsið ekki nógu gott hjá leiðinlega mörgum í liðinu!!

Þetta átti þó ekki að vera tuð heldur aðeins krúttleg ábending!

Mikilvægur og góður baráttusigur að baki en liðið sýndi í þessum leik að það þýðir ekkert að gefast og menn aðeins uppskera ef þeir bera sig eftir hlutunum :)

Hrannar Björn spilaði í 15-20 mínútur og var valinn maður leiksins og hlaut súkkulaðiskóinn að launum. Hrannar átti glæsilega innkomu í dag og kom með skemmtilegan kraft í liðið. Til viðbótar skoraði hann tvö góð mörk og var næstum búinn að leggja upp mark fyrir Stefán.

Margt var í brekkunni en einhver hópur fylgdi gestunum. Einnig er mannmargt í bænum sökum Mærudaga og það skilaði sér í brekkuna!

 

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr