Hrannar Bjrn svarar fotbolti.net - Hva er a frtta?

Lkt og undanfarin r kkir Ftbolti.net stemninguna hj liunum neri deildunum reglulega fram haust og er me liinn ,,Hva er a frtta?".

Hrannar Bjrn svarar fotbolti.net - Hva er a frtta?
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 404 - Athugasemdir ()

Hrannar Bjrn fyrirlii
Hrannar Bjrn fyrirlii
Líkt og undanfarin ár þá kíkir Fótbolti.net á stemninguna hjá liðunum í neðri deildunum reglulega fram á haust og er með liðinn ,,Hvað er að frétta?". Í dag birta þeir grein þar sem kíkt er á stemninguna hjá Völsungi í annarri deildinni en Hrannar Björn Steingrímsson fyrirliði liðsins svaraði nokkrum spurningum og afraksturinn má sjá hér að neðan.

Hvernig er stemningin hjá Völsungi fyrir komandi tímabil?
Ég held að það sé óhætt að segja að stemningin sé mjög góð. Það er vel æft og menn eru alveg hættir að geta beðið eftir að tímabilið byrji.

Eru miklar breytingar á hópnum síðan í fyrra?
Já hópurinn hefur breyst töluvert. Við fengum nýjan þjálfara í haust eftir þrjú góð ár með Jóhanni Kristni og tvö með Guðna Rúnari og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir sín störf. Dragan Stojanovic tók við liðinu og mun sjá um að stýra hópnum í rétta átt. Við höfum misst nokkra leikmenn en það er ekkert sem við ráðum ekki við og kemur bara maður í manns stað.

Hrannar Björn Steingrímsson.
 
Er mikill fótboltaáhugi á Húsavík?
Það er alltaf mikill fótboltaáhugi á Húsavík enda mikill fótboltabær. Áhuginn hefur reyndar alveg verið meiri en nú en ég er viss um að það breytist þegar inn í tímabilið er komið. Undanfarin ár hafa verið miklir meistarar að stjórna heimasíðunni okkar sem sér um umfjallanir og fleira skemmtilegt en hún kveikir áhuga hjá húsvíkingum öllum, hvort sem þeir búa hér á landi eða annars staðar. Þessir strákar eiga mikið hrós skilið fyrir að nenna að standa í þessu öllu saman fyrir félagið.

Má búast við að þið styrkið leikmannahópinn mikið fyrir mót?
Já, það eru á leiðinni til okkar þrír kóngar að utan. Annars vegar Marko Blagojevic sem spilaði hér á landi fyrir nokkrum árum og markmaðurinn Dejan Pesic sem er nú ekki á fyrsta árinu í boltanum og hins vegar Tine Zornik frá Slóveníu, ungur framherji sem hefur verið að spila í úrvalsdeildinni þar í landi. Allt strákar sem maður er spenntur að fá að spila með. Svo gæti verið að hópurinn verði styrktur eitthvað frekar en ekkert sem komið er á hreint.

Hvernig hefur undirbúningstímabilinu verið háttað hjá ykkur?
Undirbúningstímabilið hefur verið voðalega svipað og síðustu ár. Æft í íþróttahöllinni á Húsavík sem prýðir þennan fínasta gólfdúk. Við höfum líka verið að æfa á litlum sparkvelli hér á bæ ásamt því að fara í Bogann á Akureyri einu sinni í viku þar sem við höfum hálfan völl. Svo höfum við verið að lyfta og hlaupa eins og vitleysingar svo formið ætti ekki að vera vandamál hjá okkur í sumar.

Ertu ánægður með gengi og spilamennsku liðsins í Lengjubikarnum?
Á heildina litið er ég ekki nógu sáttur. Það hafa verið fínustu kaflar en margir hlutir sem þarf að laga og við ætlum okkur að bæta sem bæta þarf.
 
Hrannar

Hvert er markmið sumarsins hjá ykkur?
Völsungur er félag sem á klárlega að vera í deild ofar en 2. deild svo ég er óhræddur við að segja að stefnan sé sett á toppbaráttu í sumar.

Lýstu liðinu í þremur orðum:
Græn, gröð orkusprengja.

Komdu með eina skemmtilega staðreynd um félagið sem fólk veit ekki um:
Fyrir um 10 árum var byrjað á ákveðnum söng eftir sigurleiki sem er mjög einfaldur um mann sem þá æfði með liðinu. Í dag er hann enn sunginn en meira en helmingurinn af liðinu hefur ekki hugmynd um af hverju eða hver maðurinn er.

Eitthvað að lokum?
Ég vonast bara til að sjá sem flesta í brekkunni í sumar og styðja við bakið á okkur því öðruvísi virkar þetta ekki. Áfram Völsungur!


Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=124766#ixzz1sOiAU41q
fotbolti.net


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr