Hrannar Bjrn: Fyrir framan allt sitt flk er etta geslega sttrttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 602 - Athugasemdir ( )
„Ertu að grínast eða? Tilfinningin er óneitanlega snilld. Þetta var sætt í síðasta leik á móti Fjarðabyggð en
guð minn góður hérna á heimavelli fyrir framan allt sitt fólk er þetta náttúrulega ógeðslega sætt þegar að við
klárum þetta svona á lokamínútunum og mikill bónus þegar að maður gerir það sjálfur og sérstaklega með svona neglu
á lokasekúndum leiksins. Ég trúði þessu varla sjálfur þegar að ég var að fagna, þetta var snilld, þetta var
dásamlegt," sagði fyrirliðinn Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson, fyrirliði Völsungs, eftir leikinn gegn HK en hann tryggði liðinu sigurinn
þegar að fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. En var fyrirliðinn ekkert orðinn stressaður undir lokin?
„Að sjálfsögðu hefur maður alltaf trú á því að við séum að fara klára leikinn. Sérstaklega eins og
þegar að landsliðs-Geir skaut í slá, þá hugsaði ég að við hljótum bara að fara skora. HK voru kannski betri í leiknum en
Dejan Pesic átti frábæran leik og var stórkostlegur í markinu. Ég hefði verið mjög ósáttur við markalaust jafntefli núna
en mér drullu sama hvernig leikurinn spilaðist, það gekk upp það sem að við lögðum upp með og við ætluðum okkur allan tímann
að hirða þessi þrjú stig sem voru í boði og gerðum það," sagði Hrannar Björn skælbrosandi eftir leikinn en er þetta
einhver uppskrift hjá liðinu að klára leikina í uppbótartíma og reyna allt til þess að láta stuðningsmenn fá
hjartaáfall?
Hrannar lætur vaða á markið og boltinn öskraði sigursöng í netinu
„Þetta er auðvitað miklu skemmtilegra og sætara svona en við leggjum nú ekkert upp með að klára þetta svona á loka
sekúndunum," sagði Hrannar en það vantaði menn í liðið í dag sem og þjálfari liðsins var í brekkunni að taka út
leikbann. Hafði það ekkert áhrif á liðið?
„Nei nei það kemur maður í manns stað og eins og Donni hann byrjaði um daginn og stóð sig flott og kemur aftur inn núna og stendur sig
fínt. Naggurinn(Ármann) og Bergur komu inn í dag og stóðu sig mjög vel svo við látum það ekkert á okkur fá þó svo
að það vanti einhverja leikmenn, við erum lið og gerum þetta saman," sagði fyrirliðinn ákveðinn en hvernig er tilfinningin að vera berjast
í toppbaráttunni?
„Markmiðið fyrir sumarið var að vera í efri hlutanum og í þessari baráttu um að komast upp svo þetta er bara snilld,
þarna líður okkur best það er engin spurning. Af hverju ekki að drulla sér upp núna í stað þess að bíða í 2-3
ár eða eitthvað. Við erum búnir að vera nógu lengi frá fyrstu deildinni, markmiðið var að vera í toppbaráttunni. Við erum
þar og ætlum að halda því áfram það er engin spurning," sagði fyrirliðinn ekkert nema brosið að lokum en hann mátti
líka alveg brosa yfir glæsimarki sínu á síðustu andartökum leiksins og liðið er nú búið að stimpla sig rækilega inn
í toppbaráttu deildarinnar eftir tvo dramatíska sigra í síðustu tveimur leikjum.
Strákarnir fagna
sigurmarkinu í uppbótartíma
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Fyrirliðinn kláraði dæmið í uppbótartíma
Villi: Sonurinn er sunginn af meiri krafti
Athugasemdir