HK lagđir ađ velli í Fagralundi

Liđ Völsungs í meistaraflokki karla er í ćfingaferđ á höfuđborgarsvćđinu og léku sinn fyrsta leik í dag. Ţá mćttu strákarnir 1.deildar liđi HK á

HK lagđir ađ velli í Fagralundi
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 282 - Athugasemdir ()

Elfar Árni skorađi úr víti geng HK í dag.
Elfar Árni skorađi úr víti geng HK í dag.

Lið Völsungs í meistaraflokki karla er í æfingaferð á höfuðborgarsvæðinu og léku sinn fyrsta leik í dag. Þá mættu strákarnir 1.deildar liði HK á rennblautu gervigrasinu í Fagralundi þeirra Kópavogsbúa.

Og það undir berum himni eins og segir á heimasíðunni www.123.is/volsungur

 

Þar segir ennfremur um leikinn:

Elfar Árni skoraði fyrsta mark Völsungs úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur og það var svo varamaðurinn Arnþór Hermannson sem innsiglaði sigurinn með stórglæsilegu marki fyrir utan teig, þrumufleygur beint upp í mark hornið.

Liðið leit vel út í dag og voru þéttir fyrir. Miðjan virkaði vel og Elfar og Bjarki fóru mikinn í fyrri hálfleiknum í sóknarleik liðsins. Góður sigur hjá strákunum í dag, en þeir eru í æfingarferð í borginni um helgina og keppa á móti úrvaldsdeildarliði Vals kl.13:00, í Egilshöllinni á morgun.

"Þetta var fínn leikur hjá okkur í dag, þó svo að aðstæður hafi verið erfiðar þá reyndum við að spila okkar leik. Það var margt jálvætt í þessu og sterkt að klára lið eins og HK á þeirra eigin heimavelli," sagði markaskorarinn, Elfar Árni Aðalsteinsson, en hann segir að strákarnir þurfi að byrja hugsa um leikinn á morgun því að Valsmenn munu ekki vera auðveldir.

"Það eru svo bara Valsararnir á morgun, alvöru lið og alvöru leikur. Þá fáum við að sjá hvað við getum í raun og veru gegn toppliði hér á Íslandi. Við strákarnir skellum okkur núna á American Style og svo er bara farið heim og byrjað að hugsa um leikinn á morgun," bætti Elfar við.

Bróðir Elfar Árna, hann Baldur Ingimar, leikur með liði Vals og ritstjóri spurði Elfar hvort honum hlakkaði ekki til að mæta stóra bróðir.

"Hann verður ekki með, hann þorir ekki, algjör aumingi," sagði Elfar og hló.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ