Helga Bjrk: Tluum um hva okkur langai svona sigur



Tilfinningin var virkilega g a sj boltann inni og mjg stt a klra etta svona lokamntunni. a var gaman a vinna loksins leik

Helga Bjrk: Tluum um hva okkur langai svona sigur
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 479 - Athugasemdir ()

Helga Bjrk
Helga Bjrk

 

„Tilfinningin var virkilega góð að sjá boltann inni og mjög sætt að klára þetta svona á lokamínútunni. Það var gaman að vinna loksins leik og ég neita því ekki að það var mjög góð tilfinning líka og hvað þá að hafa unnið hann svona," sagði Helga Björk Heiðarsdóttir, hetja Völsungs, á Bessastaðavelli en hún tryggði stelpunum sigurinn undir blálokin um helgina gegn Álftanesi með marki á 95 mínútu.

En eftir að hafa séð karlaliðið klára HK í uppbótartíma um daginn segir hún stelpurnar hafa langað að gera slíkt hið sama.



„Ég sá meistaraflokk karla sigra HK-inga í uppbótartíma um daginn og við stelpurnar töluðum um hvað okkur langaði í svona sigur og það varð klárlega úr því. Þetta gerist ekki sætara, erfitt að neita því," sagði Helga Björk og brosti sigurbrosi en hún segir sigurinn mjög mikilvægan og vonandi að hann rífi liðið upp bæði stemningslega séð og á töflunni.


„Við þurftum svo á þessum þremur stigum að halda og áttum þau skilið. Það er vonandi að þetta gefi okkur kraft, skapi meiri stemningu og rífi okkur upp eftir erfiða síðustu tapleiki. Það er óskandi að þetta sé byrjunin á betra framhaldi en við þurfum að halda áfram og þetta er skref í rétta átt sem að vonandi kemur okkur í góða stöðu í riðlinum," bætti Helga Björk við að lokum og stelpurnar fögnuðu sigrinum vel og innilega í leikslok.


Helga

Tengdar greinar:
Umfjöllun: Dramatík í mikilvægum sigri á Forsetavellinum


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr