Helga Bjrk: Hefum tt a skora fleiri mrk

,,Tilfinning er mjg g og etta er var virkilega stur sigur," sagi Helga Bjrk Heiarsdttir, markaskorari Vlsungs, eftir stan 2-1 sigur mti

Helga Bjrk: Hefum tt a skora fleiri mrk
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 568 - Athugasemdir ()

Helga Bjrk skorai  kvld
Helga Bjrk skorai kvld

,,Tilfinning er mjög góð og þetta er var virkilega sætur sigur," sagði Helga Björk Heiðarsdóttir, markaskorari Völsungs, eftir sætan 2-1 sigur á móti Tindastól í kvöld en næst síðasta umferð B-riðils fór fram í kvöld. Helga skoraði fyrra mark liðsins en Harpa tryggði svo sigurinn í blálokin.

,,Við hefðum átt að skora fleiri mörk þar sem við sóttum og sóttum á þær. Liðið spilaði mjög vel í þessum leik og við vorum óheppnar en sem betur fer þá datt þetta undir lokin," bætti Helga við með bros á vör.

,,Þessir sigrar hefðu mátt byrja að koma fyrr og mjög svekkjandi að möguleikin sé úti um að komast í úrslitakeppnina þar sem að ég hefði viljað vera ofar en þetta," sagði Helga.


Næsti leikur liðsins er lokaleikur sumarsins hjá stelpunum en þá fá þær HK/Víking í heimsókn um næstu helgi.

,,Við klárum þetta með þremur stigum í viðbót, það er alveg klárt mál og ég bara segi það hér með," sagði Helga Björk ákveðin að lokum.

helgab
                   Helga Björk Heiðarsdóttir átti mjög flottan leik í kvöld.

Tengdar greinar:
Jói Páls: Við áttum leikinn frá A til Ö

Umfjöllun: Fyrirliðinn stal sigrinum í lokin


Myndir: Hjálmar Bogi


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr