Harpa: Vantar a koma boltanum yfir lnunarttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 478 - Athugasemdir ( )
,,Vonbrigði, mjög mikil vonbrigði" voru fyrstu viðbrögð Hörpu Ásgeirsdóttur, fyrirliða Völsungsliðsins eftir 1-2 tap gegn
Grindavík nú um helgina.
,,Mér fannst við eiga skilið sigurinn hér í dag. En það er klárt mál að við þurfum allar að vera betri í að
klára okkar færi. Við erum með boltann mun meira, miklu meira en helminginn af leiknum inn á þeirra vallarhelmingi og að skapa okkur ágætis
færi en það vantar bara alltaf að koma boltanum yfir línuna. Það hefur verið okkar stærsta vandamál í sumar," sagði Harpa um
hvað hefði að hennar mati farið úrskeðis.
,,Við erum að fá allavega 3-4 fín færi ein á móti einni en það skiptir ekki máli hver það er, okkur tekst ekki að
nýta þau. Við ætluðum okkur sigur hér í dag en það tókst því miður ekki".
Harpa
í baráttunni fyrr í sumar
Framundan er leikjapása hjá meistaraflokki kvenna en næsti leikur er fyrirhugaður gegn Keflavík á útivelli þann 8.ágúst.
,,Það kemur góð pása hjá okkur núna sem fer misvel í mannskapinn. Það er náttúrulega ömurlegt að fara inn
í svona pásu með tap á bakinu, hvað þá eftir svona leik. En við þurfum bara að nýta þennan tíma sem við fáum
í að æfa okkur í því sem við þurfum að bæta," sagði Harpa um komandi vikur hjá liðinu.
En hvernig fer næsti leikur?
,,Það verður Völsungssigur í þeim leik, ég ætla bara að lofa því. Það er kominn tími á
það!"
Athugasemdir