Harpa: Hann ori bara ekki a dma neitt

g er auvita svekkt yfir v a hafa tapa, mr fannst vi eiga allavega stig skili essum leik. Ef maur reynir svona a horfa a jkva

Harpa: Hann ori bara ekki a dma neitt
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 480 - Athugasemdir ()

Harpa sgeirsdttir
Harpa sgeirsdttir

„Ég er auðvitað svekkt yfir því að hafa tapað, mér fannst við eiga allavega stig skilið í þessum leik. Ef maður reynir svona að horfa á það jákvæða þá komum við býsna oft til baka í leiknum en við vorum undir allan tímann og gáfumst aldrei upp. Því miður þá vantaði eitt mark til að krækja í stigið," sagði Harpa Ásgeirsdóttir, fyrirliði Völsungs, eftir ósigurinn í Grindavík um helgina.

„Úr stöðunni 5-2 náum við að minnka muninn í 5-4 þannig að það er jákvætt að koma okkur aftur inn í leikinn en mér fannst við vera að gefa þeim alltof auðveld færi á okkur og varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá öllu liðinu. Sóknarleikurinn fínn en eins og segi varnarleikurinn slakur," sagði fyrirliðinn um leik liðsins en mikið var um ljótar tæklingar í leiknum og segir Harpa það nánast það eina sem heimastúlkur gerðu.

„Grindavíkurliðið var í raun ekkert svo vel spilandi, þeirra leikplan var að sólatækla sem mest og helst reyna að meiða einhvern," segir Harpa en hún var ekki hrifin af Arnari Frey Valssyni, dómara leiksins, sem hafði aldrei tök á leiknum.

„Dómgæslan var hræðileg í leiknum. Við áttum klárlega að fá víti og ég vill meina að það hafi verið rangstöðulykt af einu marki hjá þeim líka sem verður gaman að sjá á myndbandsklippum. Hann þorði bara ekki að dæma neitt og hefði löngu átt að vera búinn að aðvara þær fyrir þessar glórulausu tæklingar en hann þorir ekki að dæma, með enga stjórn og í raun gerir ekki neitt í öllum leiknum," sagði Harpa pirruð en stelpurnar fá Keflavík í heimsókn um næstu helgi og segir hún liðið geta unnið alla andstæðinga á góðum degi.

„Við eigum að geta unnið öll liðin í þessum riðli á góðum degi og þetta verður spennandi leikur. Við ætlum okkur klárlega sigur og vonumst til þess að sjá sem flesta í brekkunni," sagði Harpa að lokum.

Tengdar greinar:
Umfjöllun: Lélegur varnarleikur varð stúlkunum að falli

Jói Páls: Varnarlega langt frá því að vera á pari


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr