17. g
Halldr valinn bestur 16.umfer deildarinnarrttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 194 - Athugasemdir ( )
Bestur í 2. deild:
"Ég læt aðra um sviðsljósið"
"Ég læt aðra um sviðsljósið"
- Leikmaður 16. umferðar: Halldór Fannar Júlíusson
„Þetta gengur vel. Það er góður gangur í þessu hjá okkur. Það eru spennandi tímar," segir
miðjumaður Halldór Fannar Júlíusson, sem valinn hefur verið leikmaður 16. umferðar í 2. deild karla. Halldór leikur með Völsungi sem er
í toppsæti deildarinnar.
Liðið vann 2-0 sigur á Reyni Sandgerði í vikunni þar sem Halldór sýndi mikla vinnusemi á miðjunni og skilaði hann boltanum einfalt og örugglega frá sér.
„Mér fannst þetta nokkuð öruggur sigur. Það er þægilegt að ná að vinna þetta 2-0 í stað þess að klára þetta á síðustu mínútunum eins og við höfum verið að gera. Það var minna stress."
Græni herinn býr til stemningu
Græni herinn, stuðningsmannasveit Völsungs, hefur staðið fyrir aukinni umfjöllun um liðið og búið til meiri stemningu innan sem utan vallar.
„Það hefur verið mikil stemning í sumar og Græni herinn búinn að standa sig mjög vel. Hann hefur búið til meiri stemningu í bænum með góðri umfjöllun. Græni herinn hefur gert það að verkum að það er enn skemmtilegra að vera í þessu. Það skilar sér í auknum stuðningi og betri spilamennsku."
Völsungur er með þriggja stiga forskot á toppnum þegar sex umferðir eru eftir af deildinni.
„Það er nóg eftir og við erum á jörðinni ennþá en stefnum alltaf á sigur. Það er bara næsti leikur á mánudag gegn Dalvík," segir Halldór.
Bróðirinn var meira í sóknarleiknum
Bróðir Halldórs er þekktur úr boltanum en það er Sigþór Júlíusson sem vann fjölda titla á ferli sínum. Hann lék með KR, Val og KA í efstu deild auk þess að leika fyrir Völsung. Halldór segir að þeir séu þó með ólíka leikstíla.
„Hann var meira á kantinum en ég er í baráttunni á miðjunni. Hann var meira í sóknarleiknum... svona framan af ferlinum allavega. Ég sit meira til baka og læt aðra um sviðsljósið."
Dragan leggur mikið upp úr aga og metnaði
Þjálfari Völsung er Dragan Stojanovic sem er á sínu fyrsta ári með liðið. Halldór er mjög ánægður með það sem Dragan hefur náð út úr liðinu.
„Dragan er mjög fínn þjálfari. Hann er skipulagður og leggur mikið upp úr taktík sem ég tel að henti okkar unga liði mjög vel. Það líkar öllum mjög vel við hann en það vita það allir að hann ræður og hann leggur mikið upp úr aga og metnaði," segir Halldór.
Fyrir lið eins og Völsung er mikið um ferðalög í deildinni og það hefur sína kosti og galla.
„Þetta eru löng ferðalög og ákveðin þreyta sem fylgir þeim. Að sama skapi þjappar þetta hópnum mikið saman. Það þekkjast allir vel í þessu, menn hafa spilað saman lengi og menn kynnast ansi vel í 7-8 tíma ferðalagi kringum einn leik. Það er enginn feiminn," segir Halldór Fannar Júlíusson.
Liðið vann 2-0 sigur á Reyni Sandgerði í vikunni þar sem Halldór sýndi mikla vinnusemi á miðjunni og skilaði hann boltanum einfalt og örugglega frá sér.
„Mér fannst þetta nokkuð öruggur sigur. Það er þægilegt að ná að vinna þetta 2-0 í stað þess að klára þetta á síðustu mínútunum eins og við höfum verið að gera. Það var minna stress."
Græni herinn býr til stemningu
Græni herinn, stuðningsmannasveit Völsungs, hefur staðið fyrir aukinni umfjöllun um liðið og búið til meiri stemningu innan sem utan vallar.
„Það hefur verið mikil stemning í sumar og Græni herinn búinn að standa sig mjög vel. Hann hefur búið til meiri stemningu í bænum með góðri umfjöllun. Græni herinn hefur gert það að verkum að það er enn skemmtilegra að vera í þessu. Það skilar sér í auknum stuðningi og betri spilamennsku."
Völsungur er með þriggja stiga forskot á toppnum þegar sex umferðir eru eftir af deildinni.
„Það er nóg eftir og við erum á jörðinni ennþá en stefnum alltaf á sigur. Það er bara næsti leikur á mánudag gegn Dalvík," segir Halldór.
Bróðirinn var meira í sóknarleiknum
Bróðir Halldórs er þekktur úr boltanum en það er Sigþór Júlíusson sem vann fjölda titla á ferli sínum. Hann lék með KR, Val og KA í efstu deild auk þess að leika fyrir Völsung. Halldór segir að þeir séu þó með ólíka leikstíla.
„Hann var meira á kantinum en ég er í baráttunni á miðjunni. Hann var meira í sóknarleiknum... svona framan af ferlinum allavega. Ég sit meira til baka og læt aðra um sviðsljósið."
Dragan leggur mikið upp úr aga og metnaði
Þjálfari Völsung er Dragan Stojanovic sem er á sínu fyrsta ári með liðið. Halldór er mjög ánægður með það sem Dragan hefur náð út úr liðinu.
„Dragan er mjög fínn þjálfari. Hann er skipulagður og leggur mikið upp úr taktík sem ég tel að henti okkar unga liði mjög vel. Það líkar öllum mjög vel við hann en það vita það allir að hann ræður og hann leggur mikið upp úr aga og metnaði," segir Halldór.
Fyrir lið eins og Völsung er mikið um ferðalög í deildinni og það hefur sína kosti og galla.
„Þetta eru löng ferðalög og ákveðin þreyta sem fylgir þeim. Að sama skapi þjappar þetta hópnum mikið saman. Það þekkjast allir vel í þessu, menn hafa spilað saman lengi og menn kynnast ansi vel í 7-8 tíma ferðalagi kringum einn leik. Það er enginn feiminn," segir Halldór Fannar Júlíusson.
Tengdar greinar:
Halldór Fannar: Get ekki beðið eftir því að mæta Bessa frænda
Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: Bestur í 2.deild: Ég læt
aðra um sviðsljósið
Athugasemdir