Halldór Fannar: Ţetta er klárlega liđ sem ađ viđ ćtlum ađ vinna seinna í sumarÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 440 - Athugasemdir ( )
„Já maður er svekktur því stefnan var sett á sigur en eitt stig er betra en ekkert," sagði Halldór Fannar Júlíusson eftir
markalaust jafntefli gegn Dalvík/Reyni á Húsavíkurvelli í kvöld. Hann segir spilamennsku liðsins hafa verið mun betri en í bikarleiknum í
upphafi sumars.
„Við höfum fengið fleiri menn inn núna sem voru ekki í upphafi sumars og mér fannst við sterkari í dag en þá. Þetta er
klárlega lið sem að við ætlum að vinna seinna í sumar."
„Þetta eru sennilega stig sem að við sjáum eftir síðar í sumar en við verðum að taka það jákvæða úr
leiknum líka. Ég var ánægður með baráttuna í seinni hálfleik, komum sterkari út eftir hlé og ef við höldum þessari
baráttu og styrk fram í næsta leik þá held ég að það geti skilað okkur miklu," segir Halldór.
„Mér fannst þetta nokkuð jafnt, bæði lið hefðu getað stolið sigrinum þannig að þetta var kannski ágætis
niðurstaða eftir allt," sagði Halldór að lokum.
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Stál í stál á Húsavíkurvelli
Dejan Pesic: Þegar að ég fæ súkkulaðiskóinn er það fyrir allt liðið
Athugasemdir