Halldór Fannar: Ţeir verja hann ekki ţarnaÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 508 - Athugasemdir ( )
,,Þetta var ágætis mark, þeir verja hann ekki þarna," sagði Halldór Fannar Júlíusson eftir sigurinn gegn Gróttu í
gær en hann skoraði eitt af mörkum Völsungs í leiknum og var það af dýrari gerðinni, falleg slumma í fjærhornið fyrir utan teig.
,,Við áttum að vera búnir að klára þetta þarna undir lokin og fengum góð tækifæri til þess. Annars var ég
ánægður með þennan leik, við spiluðum góðan varnarleik í fyrrihálfleik og svo kviknaði á sókninni í seinni sem
endaði með því að við kláruðum þetta og lönduðum mikilvægum stigum," sagði Halldór Fannar sem var mjög sprækur
í leiknum. En hvað fannst honum um ákvörðun Sveinbjörns undir lokin þegar að hann fær rauða spjaldið?
,,Þetta var hárrétt ákvörðun og vel gert hjá honum, þetta hafði sennilega mikil áhrif á það að við
fórum heim með öll stigin," sagði Dóri sem að líður vel í toppbarráttunni.
,,Það er öllu skemmtilegra að vera berjast og taka þátt í toppbarráttu heldur en botnbarráttu, það er engin spurning. Þetta er
búið að ganga vel og það hefur sýnt sig að það er erfitt að vinna okkur en við höldum áfram okkar striki og á fullri ferð
að okkar markmiðum einbeittir til síðasta leiks," sagði Halldór að lokum.
Halldór Fannar Júlíusson var frábær í leiknum gegn
Gróttu
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Dramatískur sigur þar sem vitinn vakir allar nætur
Hrannar Björn: Hann bjargaði í rauninni bara sigrinum
Athugasemdir