Halldór Fannar: Stemningin er góđ

„Leikurinn var ágćtur en ţeir lágu samt leiđinlega mikiđ á okkur í fyrri hálfleik og viđ ađ tapa of mikiđ af boltum inn á miđjunni. En viđ komum sterkari

Halldór Fannar: Stemningin er góđ
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 501 - Athugasemdir ()

Halldór Fannar í leiknum í dag
Halldór Fannar í leiknum í dag

„Leikurinn var ágætur en þeir lágu samt leiðinlega mikið á okkur í fyrri hálfleik og við að tapa of mikið af boltum inn á miðjunni. En við komum sterkari inn í seinni hálfleik og kláruðum þá þar. Við vorum bara ákveðnari og nýttum færin okkar betur, það var í raun munurinn á liðunum í dag," sagði Halldór Fannar Júlíusson eftir 4-2 sigur Völsungs gegn Aftureldingu en hann átti flottan leik í dag á miðjunni og var að byrja sinn fyrsta leik fyrir Völsung í sumar og mikill styrkur fyrir liðið að fá hann inn eftir meiðsli sem hann varð fyrir út í Danmörku í vor. Hann segir stemninguna góða í hópnum og bara jákvætt að samkeppnin um stöður í liðinu sé orðin meiri.

„Stemningin er góð og mér líst vel á framhaldið. Samkeppnin er að aukast sem að kallar á betri frammistöðu á æfingum og í leikjum. Það er allt af hinu góða," sagði Halldór en hann, Hrannar Björn, Ármann Örn og Halldór Geir eru allir að koma inn í liðið sem stækkar hópinn töluvert og möguleikana fyrir liðið.

Halldór segist spenntur fyrir ferðalaginu til Sandgerðis um næsta helgi en strákarnir mæta Reyni í fimmtu umferð 2.deildar.

„Ég held að við förum inn í alla leiki til þess að vinna þá og stefnum auðvitað alltaf á sigur. Svo er það bara að taka Reyni Sandgerði um næsti helgi. Það er alltaf gaman að spila í Sandgerði, þeir eru hressir þar. Það verður gaman að kljást við þá næst og tryggja toppsætið enn betur," sagði Halldór Fannar að lokum.

Tengdar greinar:
Umfjöllun: Kóngarnir taplausir á toppi deildarinnar
Ásgeir: Það er gaman að vinna
Hrannar Björn: Viðurkenni það alveg að ég fékk smá gæsahúð


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ