Halldór Fannar: Get ekki beđiđ eftir ţví ađ mćta Bessa frćndaÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 678 - Athugasemdir ( )
,,Það er virkilega sætt að vera einir á toppi deildarinnar," sagði Halldór Fannar Júlíusson, Heimabakarís maður leiksins,
eftir þægilegan 2-0 sigur gegn Reyni Sandgerði í kvöld.
,,Ágætt að ná að landa líka öruggum sigri en ekki að vera berjast fram að síðustu mínútu við það að
halda. Það var minna stress í þessu en oft áður og fínt að geta róað taugarnar aðeins, strangt program framundan svo þetta var
mjög gott," bætti Halldór við sem að hefur verið sjóðheitur í síðustu leikjum og hann hélt þeirri frammistöðu
áfram í kvöld.
,,Ég er svona allur að koma til eftir að hafa verið aðeins meiddur í byrjun sumars en ég er svona að ná á mér strik núna
finnst mér og finn ekki eins mikið til í leikjum," sagði Dóri hógvær og krúttlegur á svip.
Milan Pesic og Pétur Ásbjörn "Klingenberginn" hafa báðir smellpassað inn í liðið hjá strákunum og segir Halldór þá
hafa verið mikilvæga viðbót við hópinn.
,,Þeir eru virkilega góð viðbót við hópinn og eru báðir að koma mjög sterkir inn í þetta hjá okkur. Pétur er
ferskur á miðjunni og gott að hafa stóran mann eins og Milan frammi þannig að þeir eru góð viðbót og eitthvað sem að ég tel
að við höfum þurft á að halda til þess að klára mótið," sagði Halldór ánægður með nýju
mennina.
Næsti leikur liðsins er á Dalvík og hlakkar Dóra mikið til þess að sýna frænda sínum þar hvernig á að gera
þetta.
,,Það er alltaf gaman að spila á Dalvík. Hlakka til þess að sýna Bessa frænda og félögum hvernig á að gera þetta.
Ég get ekki beðið eftir því að mæta Bessa, það þarf að sýna honum að hann er ekki bestur," sagði Halldór og
hló.
,,Það eru mikilvægir leikir framundan og þetta er líka tækifæri fyrir okkur til þess að sýna að við eigum heima á toppnum
en ekki einhver tilviljun að við erum staddir þarna. Þetta er allt undir okkur komið að klára okkar leiki og þá þurfum við ekki að hugsa
um hin liðin því markmiðið er að lyfta dollunni í lok sumars," sagði Halldór Fannar kokhraustur að vanda.
Halldór Fannar Júlíusson
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Kóngarnir á toppnum
Klingenberginn: Líður eins og að ég hafi verið
í þessu liði í tíu ár
Athugasemdir