Hálfvitar leggja undir sig Húsavík.

Laugardaginn 1. mars hyggjast gárungarnir í Ljótu hálfvitunum snúa aftur til heimahaga sinna á Húsavík og mála bćinn hálfvitalegan. Ţeir ćtla ađ

Hálfvitar leggja undir sig Húsavík.
Ađsent efni - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 618 - Athugasemdir ()

Ljótu Hálfvitarnir án Gumma Svafars.
Ljótu Hálfvitarnir án Gumma Svafars.
  

Laugardaginn 1. mars hyggjast gárungarnir í Ljótu hálfvitunum snúa aftur til
heimahaga sinna á Húsavík og mála bæinn hálfvitalegan. Þeir ætla að halda hvorki
fleiri né færri en þrenna tónleika þennan dag, fyrir alla þá aldurshópa sem fundist
hafa á Húsavík.

 

Þeir ætla reyndar að þjófstarta kvöldið áður þegar þeir halda uppi
fjörinu á árshátíð Framhaldsskólans á Húsavík en kl. 14 á laugardaginn ætla þeir að
mæta galvaskir í Hvamm, dvalarheimili aldraðra á Húsavík, og spila fyrr heimafólk.

 Kl. 17 verða svo fjölskyldutónleikar á Fosshótel Húsavík, sérstaklega ætlaðir yngstu
kynslóðinni, og verða þeir tónleikar í boði húsvískra fyrirtækja og aðgangseyrir því      
enginn. Um kvöldið verða svo á sama stað tónleikar fyrir fullorðna, nánar tiltekið
18 ára og eldri, og verða það tónleikar í fullri lengd þar sem leikin verða flunkuný
hálfvitalög sem ekki hafa verið leikin áður á húsvískri grund í bland við lög af
plötunni sem gefin var út í fyrra. Húsið opnar kl. 21 og hefjast tónleikarnir kl.
22. Aðgangseyrir á þessa tónleika er kr. 1.500.
      

 
Þess má geta að þessir tónleikar marka í raun upphafið að nýju hálfvitaári þar sem
þetta eru fyrstu opinberu tónleikar hálfvitanna á árinu.
      

 



  

      








    

Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ