Hafr: a er gott a vera kominn me markrttir - Bjarki Breifjr - Lestrar 473 - Athugasemdir ( )
„Það er gott að vera kominn með mark, og nauðsynlegt fyrir mig. Þetta var líka hrikalega vel klárað hjá mér“ Sagði Hafþór Mar Aðalgeirsson kíminn eftir 2-0 sigur Völsungs á KFR fyrr í dag. Hafþór skoraði sitt fyrsta mark í sumar í leiknum í dag og var valinn Heimabakarísleikmaður leiksins.
„Við spiluðum þennan leik bara ágætlega fannst mér. Við byrjuðum miklu betur, eins og við lögðum upp með en náðum ekki að halda því tempói lengi, þó við höfðum alltaf verið að spila boltanum og reyna" sagði Hafþór um leikinn en hann telur að sigurinn hafi aldrei verið í hættu.
Hafþór Mar með súkkulaðiskóinn sem Ólafur Jóhann Steingrímsson afhenti honum.
„Þetta gekk erfiðlega en við vorum svosem aldrei í hættu þannig að þeir væru að fara að gera eitthvað stórkostlegt en við héldum þessu og þetta var öruggt fannst mér." sagði Hafþór í leikslok
„Eftir síðasta leik sagðist ég vera hættur að negla á markið, og í dag setti ég hann bara snyrtilega í hornið“ sagði Hafþór brosandi að lokum.
Tengdar greinar:
Hrannar Björn: Ég stefni á að setja miklu fleiri mörk í sumar
Athugasemdir