Hafr Mar: Var kominn tmi a maur byrjai a gera eitthvarttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 527 - Athugasemdir ( )
„Þetta var jafn leikur og bæði lið hefðu getað klárað þetta. Þeir sóttu meira en við áttum góðar
sóknir framan af og eins og ég segi þá hefði sigurinn getað dottið báðu megin," sagði Hafþór Mar Aðalgeirsson markaskorari
eftir, 2-2, jafntefli gegn Njarðvík en liðin mættust í 11 umferð 2. deildar á Njarðtaksvelli í dag.
„Það var algjör óþarfi að fá þessi mörk á okkur. Þeir fá víti sem var bara alls ekki víti, leikmaður
þeirra missir bara jafnvægið í teignum og svo var þetta bara klaufaskapur hjá okkur í varnarleiknum í hinu markinu eftir að við missum
boltann framarlega á vellinum," sagði Haffi en fannst honum erfitt að spila í bleytunni og vindinum?
„Nei mér fannst það ekki erfitt en við náðum ekki að halda boltanum nógu vel og hefðum mátt gera það betur. Þetta voru
fínar aðstæður og ekkert yfir því að kvarta," segir Hafþór Mar en fara strákarnir sáttir heim með stigið?
„Já ég held það, þeir sóttu mikið á okkur og hefðu getað skorað og við líka en við getum bara verið
sáttur við stigið hérna á þessum erfiða útivelli. Þetta lið er mjög gott en við erum með sterkara lið. Við vorum bara
þreyttir og það er búið vera mikil törn núna plús langt ferðlag þannig við getum sætt okkur bara við eitt stig í
dag," sagði Hafþór en strákarnir mæta KF næst á fimmtudaginn á útivelli, hvernig leggst leikurinn í hann?
„Leikurinn leggst vel í mig og við komum alveg brjálaðir í hann. Þurfum að sækja þrjú stig þangað og halda okkur í
toppbaráttunni," sagði Haffi sem sýndi flotta takta í leiknum og fór að minna á sjálfan sig eins og við þekkjum hann.
„Það er vonandi að þetta sé komið, það var kominn tími á að maður byrjaði að gera eitthvað en ekki bara vera
með," sagði Hafþór Mar að lokum en hann var mjög sprækur í fyrri hálfleik þar sem hann til að mynda skoraði og lagði upp
mark.
Hemmi bróðir kíkti á völlinn og hér spjalla bræður í
leikslok
Tengdar greinar:
Umfjöllun:
Hvítklæddir tóku stig á Njarðtaksvelli
Dragan: Sanngjörn úrslit
Athugasemdir